Eldvarnir

Ef eldur er laus hringið strax í 112

Þegar viðvörunarkerfi fer í gang hringir stjórnstöð Securitas til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands til að kanna hvort eldur sé laus. Það er nauðsynlegt að starfsmenn á því svæði, sem kerfið fer í gang á, láti skiptiborðið strax vita ef viðvörunin er fölsk. Þegar stjórnstöð Securitas fær ekki skýr boð um að allt sé í lagi er slökkvilið sent á staðinn. Ef fölsk viðvörun fer í gang utan opnunartíma skiptiborðs, þarf að hringja til stjórnstöðvar Securitas í síma 533-5533 og láta vita að allt sé í lagi.

Hér eru teikningar af húsnæðum stofnunarinnar á Keldnaholti. Inn á teikningarnar eru staðsetningar slökkvitækja merkt með rauðu.