Öryggisnefnd

Öryggistrúnaðarmenn skulu kosnir af starfsmönnum til tveggja ára í senn, öryggisverðir eru skipaðir af atvinnurekanda til tveggja ára í senn. Öryggisnefnd skal taka til umfjöllunar mál er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Nefndin kýs sér sjálf formann og ritara og skulu þeir til skiptis vera úr röðum öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Öryggisnefndin heldur fundi eins oft og hún sjálf telur þörf á en þó eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári.

Öryggisstefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Helstu verkefni snúa að því að:

  • taka þátt í gerð áhættumats og fylgja því eftir ásamt atvinnurekanda
  • kynna starfsmönnum þá áhættu, sem er á vinnustaðnum að því er varðar öryggi þeirra og heilsu, og sjá til þess að þeir fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun
  • fylgjast með að ekki viðgangist einelti á vinnustaðnum
  • vélar og tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfsmanna í hættu
  • gæta þess að persónuhlífar séu til staðar, í góðu ástandi og notaðar í samræmi við reglur
  • fylgjast með að skráningu slysa, óhappa og atvinnusjúkdóma sé sinnt

Upptökur frá námskeiðum

Nokkrir bæklingar um öryggismál

Nánari upplýsingar í reglugerð 920/2006 um vinnuverndarstarf á vinnustöðum. Sjá heimasíðu Vinnueftirlitsins

Kynning um öryggismál, 21. júní 2013

Eldvarnir

Ef eldur er laus hringið strax í 112

Þegar viðvörunarkerfi fer í gang hringir stjórnstöð Securitas til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands til að kanna hvort eldur sé laus. Það er nauðsynlegt að starfsmenn á því svæði, sem kerfið fer í gang á, láti skiptiborðið strax vita ef viðvörunin er fölsk. Þegar stjórnstöð Securitas fær ekki skýr boð um að allt sé í lagi er slökkvilið sent á staðinn. Ef fölsk viðvörun fer í gang utan opnunartíma skiptiborðs, þarf að hringja til stjórnstöðvar Securitas í síma 533-5533 og láta vita að allt sé í lagi.

Hér eru teikningar af húsnæðum stofnunarinnar á Keldnaholti. Inn á teikningarnar eru staðsetningar slökkvitækja merkt með rauðu.


Öryggiskerfi

Leiðbeiningar fyrir Austurholt

Öryggiskerfið í Austurholti skiptist upp í sjö svæði. (sjá teikningu)

  • Svæði tekið af verði.

Sláið inn öryggiskóðannsem er fimm tölustafir og ýtið á OFF, síðan svæðanúmerið eða svæðanúmerin sem þið hafið aðgang og eða ætlið að fara inn á. Ekki þarf að ýta á ENTER á milli svæðanúmera eða í lokin. Svæði eitt opnast og þau svæðið sem viðkomandi hefur aðgang að og eða ætlar að fara inn á.

(Ef þið vitið ekki hver öryggiskóðinn ykkar er hafið þá samband við umsjónamann fasteigna)

  • Athugið ef slegin er inn vitlaus tala er allur innsláttur hreinsaður út með því að ýta á CLEAR og síðan er byrjað frá byrjun.

Í hvert skipti sem þið þurfið að taka af svæði, sama hvaða númer það er, þá hafið þið samband við Securitas í síma 533-5533 eða í símanum við takkaborðið sem er beintengdur og gerið grein fyrir ykkur. Starfsmaður Securitas spyr um:

  • Öryggistölu ykkar, sem eru tvær öftustu tölurnar í öryggiskóðanum ykkar
  • Hvort þið verði í símasambandi og hvaða númer hann á að hringja í ef hann þarf að hafa samband
  • Hvað ætlið þið að vera lengi
  • Ath. ef þið sjáið fram á það að þið ætlið að vera lengur en þið gáfuð upp þá hafið þið aftur samband við Securitas
  • Ath. ef þið takið kerfið af áður en það fer sjálfvirkt á vörð þá þurfið þið að hringja í Securitas

Þeir sem taka svæði af eru ábyrgir fyrir því að setja svæðið á aftur eða að sjá um að það verði gert ef aðrir eru í húsinu og ætla að vera lengur.

Athugið ef annar starfsmaður kemur á eftir ykkur og verður áfram á því svæði sem þið tókuð af þá þurfið þið að fá upplýsingar hjá honum um hvað hann ætlar að vera lengi og sjá til þess að hann setji kerfið á. Hringið í Securitas og tilkynnið um tíma, hver starfsmaðurinn er og símanúmer.

  • Svæði sett á vörð

Þegar þið farið þurfið þið bara að hafa áhyggjur af svæðinu eða svæðunum sem þið tókuð af verði. Setjið kerfið á vörð með því að slá inn öryggiskóðann sem er fimm tölustafir og ýtið á ON og númerið á svæðinu sem þið tókuð af og svæðið er komið á vörð. Ekki þarf að ýta á ENTER. Ef tekin hafa verið af fleiri en eitt svæði er hægt að slá inn númerin á þeim svæðum í röð, þ.e.a.s. án þess að ýta á ENTER á milli eða í lokin. Ef starfsmenn eru að vinna á öðrum svæðum þá fer svæði eitt ekki á fyrr en síðasti maður fer úr húsi og setur sitt svæði á.

Opið er fyrir kerfi í Austurholti sem hér segir:

  • Mánudaga til föstudaga er kerfið tekið af verði kl. 7:30 og sett á vörð kl. 22:30
  • Laugardaga er kerfið tekið af verði kl. 9:00 og sett á vörð kl. 18:00
  • Sunnudaga er kerfið alltaf á verði
     
  • Athugið að hér má nálgast  leiðbeiningar um öryggiskerfið.


Leiðbeiningar fyrir Vesturholt

Öryggiskerfið í Vesturholti skiptist upp í tvö svæði. Svæði 1 og 2 (sjá teikningu)

  • Svæði tekið af verði.

Svæði 1 er fyrir alla starfsmenn NMÍ. Til að taka það svæði af, sláið innöryggiskóðannsem er fimm tölustafir ogýtið á OFF. og svæðið er farið af verði

(Ef þið vitið ekki hver öryggiskóðinn ykkar er hafið þá samband við umsjónamann fasteigna)

Svæði 2 er fyrir fyrirtæki á 2. hæði í skrifstofuálmu. Til að taka það svæði af, sláið innöryggiskóðannsem er fimm tölustafir ogýtið á OFF, síðan svæðanúmerið 2og svæðið er farið af verði. Ekki þarf að ýta á ENTER á eftir svæðanúmeri.  Ef Svæði 1 er einnig á verði þarf að velja 1 og síðan 2 og þá fer svæði 1 og 2 af verði. Ekki þarf að ýta á ENTER á milli svæðanúmera eða á eftir.

•Athugið ef slegin er inn vitlaus tala er allur innsláttur hreinsaður út með því að ýta á CLEAR og síðan er byrjað frá byrjun.  

Í hvert skipti sem þið þurfið að taka húsið af verði, þá hafið þið samband við Securitas í síma 533-5533 og gerið grein fyrir ykkur og segja hvað þið ætlið að vera lengi. Starfsmaður Securitas spyr um öryggistölu ykkar sem eru tvær öftustu tölurnar í öryggiskóðanum ykkar. Þeir sem taka húsið af verði eru ábyrgir fyrir því að setja húsið aftur á vörð eða sjá um að það verði gert ef aðrir eru í húsinu og ætla að vera lengur.

  • Svæði sett á vörð.

Þegar þið farið (svæði sett á vörð) setjið þið kerfið á með því að slá inn öryggiskóðann sem er fimm tölustafir ogýtið á ON.

Þeir sem hafa aðgang að svæði 2 slá inn öryggiskóðann sem er fimm tölustafir, ýtið á ON og veljið svo 2 og svæðið er komið á vörð. Ef viðkomandi er síðastir að yfirgefa bygginguna velur hann einnig 1. Ekki þarf að ýta á ENTER á milli svæðanúmera eða á eftir.

Opið er fyrir kerfi í Vesturholti sem hér segir:

  •  Mánudaga til föstudaga er kerfið tekið af verði kl. 7:30 og sett á vörð kl. 22:30 
  •  Laugardaga er kerfið tekið af verði kl. 9:00 og sett á vörð kl. 18:00
     

 


Sjúkrakassar

Hér má sjá staðsetningar sjúkrakassa í húsum okkar á Keldnaholti.

 

 

 

 


Hjartahnoðtæki

Hjartarafstuðtæki í Austurholti og Vesturholti

Hjartarafstuðtæki eru til staðar í báðum húsum á Keldnaholti. Tækið í Vesturholti er staðsett fyrir framan móttöku í stigaganginum á fyrstu hæð en í Austurholti er fyrir neðan eldvarnarstöðina þar sem stimpilklukkan er.

Námskeið um hjartarafstuðtæki má nálgast hér.


Rétt vinnuaðstaða

Bakverkir eru algengasta vinnutengda heilsufarsvandamálið í Evrópu.  Hér á eftir eru nokkrir punktar sem hægt er að fara eftir svo draga megi úr bakverkjum og öðrum stoðkvillum starfsfólks.

Til að tryggja heppilegar vinnustellingar þarf að sjá til þess að vinnuhæð og uppröðun búnaðar henti starfsmanni

  • Mikilvægt að velja borð og stóla með tilliti til notenda 
  • Velja stillanleg húsgögn
  • Gera ráð fyrir góðu rými í kringum vinnusvæðið
  • Pláss fyrir fætur undir borði
  • Stillanlegir stólarmar sem ekki hindra aðgang að borði

Heppileg vinnustelling er þegar starfsmaður getur unnið með:

  • beint bak og slakar axlir
  • olnbogana sem næst líkamanum
  • jafnri dreifingu líkamsþunga hvort sem er unnið standandi eða sitjandi
  • Mikilvægt að skipta oft um stellingu!

 

Lesefni

Matskerfi fyrir vinnustellingar - fínt að skoða þetta og meta vinnuaðstöðuna.

Kynning Friðjóns Axfjörð Árnasonar frá Vinnueftirlitinu


Jón Hreinsson
Jón Hreinsson
Fjármálastjóri (í leyfi)
Sigríður Ingvarsdóttir
Sigríður Ingvarsdóttir
Forstjóri/CEO