Verk-Smiðjan Akureyri

Nýjasta viðbótin í flóru frumkvöðlasetranna okkar er VERK-SMIÐJAN við Glerárgötu á Akureyri.  

Í Verk – Smiðjunni getur fólk fengið aðstöðu til að vinna að viðskiptahugmyndum sínum gegn mjög vægu gjaldi. 


Um Verk - Smiðjuna

Í Verk – Smiðjunni getur fólk fengið aðstöðu til að vinna að viðskiptahugmyndum sínum gegn mjög vægu gjaldi.  Í verksmiðjunni er skrifstofuaðstaða, 3 mismunandi stór fundaherbergi, aðgangur að vef og prentara auk kaffiaðstöðu.   Í Verksmiðjunni er einnig rými til að vinna að verkefnum sem ekki eru unnin við venjuleg skrifborð.  Verkefnisstjórar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands veita fólki í Verk – smiðjunni fjölbreytta leiðsögn um þróun, undirbúning og rekstur fyrirtækja.  Leiðsögn og aðstoð verkefnisstjóra er án endurgjalds.

 


Sigurður Steingrímsson
Sigurður Steingrímsson
Starfandi fjármálastjóri/Verkefnastjóri