Örnámskeið

Nýjar hugmyndir og tækifæri á markaði

 

Örnámskeið fyrir fólk sem vill vinna að eigin viðskiptahugmynd í nýju eða starfandi fyrirtæki.

Námskeiðin fara fram í húsnæði Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands,  Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Léttar veitingar í boði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

1. Nýjar hugmyndir og tækifæri á markaði.
Mánudagurinn 13. nóvember kl. 19:00-21:30.

Á námskeiðinu er farið yfir hugtakið nýsköpun og hvernig starfandi fyrirtæki geta nýtt núverandi styrkleika til að takast á við ný eða breytt verkefni og þannig styrkt samkeppnishæfni sína. Rætt verður um mikilvægi þess að virkja sem flesta starfsmenn við nýsköpun og nýja hugsun í störfum sínum  Farið verður yfir aðferðir við að greina ný tækifæri á markaði og bent á leiðir til að vinna skipulega úr þeim.  Á námskeiðinu vinna nemendur stutt hagnýt hópverkefni sem tengjast nýsköpun og greiningu tækifæra. Leiðbeinandi: Sigurður Steingrímsson.

2. Markaðsmál og nýjustu boðleiðir.
Mánudagurinn 20. nóvember kl. 19:00-21:30.

Á námskeiðinu verður fjallað um þau grundvallaratriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga við markaðssetningu á nýrri vöru og þjónustu.   Á námskeiðinu verður fjallað um markaðssetningu á internetinu og farið verður yfir atriði varðandi uppbyggingu og innihald á heimasíðum, notkun samfélagsmiðla og hvernig nýta má leitarvélar til að ná árangri. Fjallað er um  markaðshlutun, markhópagreiningu, sérstöðu vöru og þjónustu, mikilvægi  ímyndar, og kynningarstarf. Leiðbeinandi: Tinna Björk Arnardóttir

3. Viðskiptaáætlun / Business Model Canvas.
Mánudagurinn 27. nóvember kl. 19:00-21:30.

Á námskeiðinu verður hugmyndafræði „Business Model Canvas“ kynnt og bent á þann ávinning sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta haft af þessari aðferðafræði við greiningu og forgangsröðun nýrra viðskiptatækifæra. Business Model Canvas aðstoðar frumkvöðla við að greina viðskiptatækifærið sitt út frá helstu samstarfsaðilum, auðlindum og innviðum, megin starfsemi, helstu dreifileiðum, markaðsmálum, tekjustreymi, kostnaðaruppbyggingu og virðisskapandi þáttum. Þátttakendur fylla inn í sinn eigin canvas og þurfa að hafa viðskiptahugmynd til að vinna með. Kennari: Hannes Ottósson.

Upplýsingar veitir Anna Guðný Guðmundsdóttir í síma:  522 9431, eða í gegnum netfangið annagudny@nmi.is. Jafnframt veitir Signý Óskarsdóttir upplýsingar í gegnum tölvupóst, signy@craetrix.is

Námskeiðin verða einungis kennd ef næg þátttaka næst og eru þátttakendum að kostnaðarlausu.