Ratsjáin

Ratsjáin Ratsjáin er spennandi nýsköpunar- og þróunarverkefni ætlað stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja til að efla þekkingu og hæfni þeirra á sviði fyrirtækjareksturs. Verkefninu er ætlað að ná til þeirra fyrirtækja sem eru að gera góða hluti í dag en vilja efla sig enn meira í ýmsum rekstrarþáttum. 

Markmið

Með þátttöku sinni fá stjórnendur þjálfun og þekkingu sem snýr að betri miðlun upplýsinga, aukinni hæfni í greiningu á rekstri fyrirtækisins og úrbótaskýrslu með tillögum að nauðsynlegum aðgerðum. Stefnt er að því að gæði, fagmennska og ábyrg stjórnun verði hluti af stefnumótunarferli hvers fyrirtækis.

Framkvæmd

Færir sérfræðingar, hver á sínu sviði, verða fengnir til að miðla reynslu sinni og þekkingu. Það er því til mikils að vinna fyrir fyrirtæki að sækjast eftir þátttöku. Kostnaði verður haldið í lágmarki en fyrirtæki greiða 60 þúsund kr. þátttökugjald auk ferða og uppihaldskostnaðar vegna vinnufunda. Gera má ráð fyrir 5-8 ferðum á tímabilinu auk þess sem þátttakandi tekur einu sinni á tímabilinu á móti öllum hinum. Verkefnið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Íslenska ferðaklasans, sem hvor um sig leggur til sérfræðinga til verkefnisins og er verkefnið unnið með stuðningi af Byggðaáætlun. Upplýsingar um verkefnið má finna vefsíðu verkefnisins á www.ratsjain.is 

Haustið 2019 verður Ratsjáin á Reykjanesi og á Norðurlandi eystra (að undanskildum Eyjafirði en Ratsjáin verður síðar þar). Starfandi ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu hvött til að sækja um þátttöku en allt að 8 fyrirtæki, á hvoru svæði fyrir sig, verða valin til þátttöku að umsóknarfresti loknum þann 20. september.