Sóknarbraut

 

Sóknarbraut er hagnýtt námskeið um rekstur fyrirtækja með áherslu á þróun hugmynda, markaðssetningu og fjármál. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, einstaklingsbundinni handleiðslu og verkefnavinnu.

Næsta námskeið í þessu formi hefur ekki verið ákveðið og því ekki hægt að leggja inn umsókn. Ef þú hefur áhuga á einhverju af þessu tagi - hafði þá endilega samband við starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og kannaðu þá almennu aðstoð sem þeir geta veitt þér. 

Hverjum er námskeiðið ætlað?

Námskeiðið Sóknarbraut hentar sérstaklega vel einstaklingum sem hafa hug á að hrinda í framkvæmd viðskiptahugmynd eða stofna eigið fyrirtæki sem og einstaklingum sem starfa sem stjórnendur í minni fyrirtækjum.

Markmið

Tilgangur námskeiðs er að brúa bilið milli hugmyndar að fyrirtæki og framkvæmdar. Að námskeiðinu loknu hafa þátttakendur:

  • Kynnst grundvallaratriðum er varða stofnun og rekstur fyrirtækja
  • Öðlast hagnýta þekkingu á þáttum er lúta að markaðsmálum, fjármálum og stjórnun
  • Hafið vinnu við skrif á viðskiptaáætlun fyrir sína hugmynd

Kennslufyrirkomulag

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og  vinnusmiðjum þar sem þátttakendur vinna að þróun sinna verkefna.

Námskeiðið er 7 skipti, kennt á fimmtudögum frá klukkan 12:30-16:00. 

Vika 1 -         Kortlagning viðskiptatækifæra

Vika 2 -         Vara og þjónusta, frá hugmynd að veruleika

Vika 3 -         Markaðsgreiningar og markaðsfræði

Vika 4 -       Markaðssetning og notkun samfélagsmiðla

Vika 5 -    Stofnun fyrirtækja, rekstrarform og skattamál

Vika 6 -    Fjárhagsáætlanagerð

Vika 7 -    Vinnusmiðja og aðstoð við skrif á viðskiptaáætlun

 

Inntökuskilyrði og kostnaður

Sóknarbraut er opin jafnt körlum sem konum og ekki er gerð krafa um sérstaka undirbúningsmenntun. Eingöngu er gerð sú krafa á þátttakendur að þeir hafi viðskiptahugmynd til að vinna með á meðan námskeiði stendur. Námskeiðið kostar 35.000 kr. og eru öll námskeiðsgögn innifalin. Umsækjendum er bent á að kanna möguleika á styrk frá sínu stéttarfélagi.

Skráning og frekari upplýsingar

Næsta námskeið í þessu formi hefur ekki verið ákveðið og því ekki hægt að leggja inn umsókn. Ef þú hefur áhuga á einhverju af þessu tagi - hafði þá endilega samband við starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og kannaðu þá almennu aðstoð sem þeir geta veitt þér. 


Nánari upplýsingar

Anna Guðný Guðmundsdóttir
Anna Guðný Guðmundsdóttir
Verkefnastjóri