Sóknarbraut

 

Sóknarbraut er hagnýtt námskeið um rekstur fyrirtækja með áherslu á þróun hugmynda, markaðssetningu og fjármál. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, einstaklingsbundinni handleiðslu og verkefnavinnu.

Næsta námskeið hefst á Akureyri 17. október 2019

Hverjum er námskeiðið ætlað?

Námskeiðið Sóknarbraut hentar sérstaklega vel einstaklingum sem hafa hug á að hrinda í framkvæmd viðskiptahugmynd eða stofna eigið fyrirtæki sem og einstaklingum sem starfa sem stjórnendur í minni fyrirtækjum.

Markmið

Tilgangur námskeiðs er að brúa bilið milli hugmyndar að fyrirtæki og framkvæmdar. Að námskeiðinu loknu hafa þátttakendur:

  • Kynnst grundvallaratriðum er varða stofnun og rekstur fyrirtækja
  • Öðlast hagnýta þekkingu á þáttum er lúta að markaðsmálum, fjármálum og stjórnun
  • Hafið vinnu við skrif á viðskiptaáætlun fyrir sína hugmynd

Kennslufyrirkomulag

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og  vinnusmiðjum þar sem þátttakendur vinna að þróun sinna verkefna.

Námskeiðið er 7 skipti, kennt á fimmtudögum frá klukkan 12:30-16:00. 

17. október -         Kortlagning viðskiptatækifæra

24. október -         Vara og þjónusta, frá hugmynd að veruleika

31. október -         Markaðsgreiningar og markaðsfræði

7. nóvember -       Markaðssetning og notkun samfélagsmiðla

14. nóvember -    Stofnun fyrirtækja, rekstrarform og skattamál

21. nóvember -    Fjárhagsáætlanagerð

28. nóvember -    Vinnusmiðja og aðstoð við skrif á viðskiptaáætlun

 

Inntökuskilyrði og kostnaður

Sóknarbraut er opin jafnt körlum sem konum og ekki er gerð krafa um sérstaka undirbúningsmenntun. Eingöngu er gerð sú krafa á þátttakendur að þeir hafi viðskiptahugmynd til að vinna með á meðan námskeiði stendur. Námskeiðið kostar 35.000 kr. og eru öll námskeiðsgögn innifalin. Umsækjendum er bent á að kanna möguleika á styrk frá sínu stéttarfélagi.

Skráning og frekari upplýsingar

Námskeiðið fer fram í Verksmiðjunni Frumkvöðlasetri (Glerárgötu 34). Kennt er á fimmtudögum frá klukkan 12:30-16:00

Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi.  Nánari upplýsingar um dagskrá og efnistök námskeiðsins má nálgast hjá Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra: annagudny@nmi.is / 522 9431 

Umsókn um Sóknarbraut

Segðu frá viðskiptahugmynd þinni í stuttu máli og á hvaða stigi hún er (hugmyndastig, komin áleiðis eða búin að stofna fyrirtæki).Nánari upplýsingar

Anna Guðný Guðmundsdóttir
Anna Guðný Guðmundsdóttir
Verkefnastjóri