Nýsköpun og frumkvöðlamennt

Við lifum á tímum örra breytinga og samfélagslegra áskorana. Mörg af þeim störfum sem voru til fyrir 20 árum eru horfin, ný störf hafa orðið til og vitað er að á næstu árum og áratugum mun mikill fjöldi nýrra starfa bætast við. Atvinnulífið er farið að kalla eftir starfsfólki sem býr yfir frumkvæði, skapandi hugsun, forritunar-, iðn- og tæknihæfni og er lausnamiðað, til að takast á við þessar framtíðaráskoranir. Samfélög sem ekki undirbúa sig fyrir þessar breytingar munu að öllum líkindum einfaldlega verða eftirbátar annarra þegar kemur að samkeppnishæfni og lífskjörum. Með því að gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast og taka þátt í nýsköpun og frumkvöðlamennt er verið að undirbúa það undir breyttan vinnumarkað. 


 • Menntamaskína

  Nýsköpunarhraðall þar sem þróaðar eru snjallar hugmyndir og þeim komið í verk.

 • Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

  NKG er spennandi verkefni og keppni  fyrir grunnskólanemendur

 • Samsýning framhaldsskólanna

  Nýsköpun, hönnun og hugmyndir í framhaldsskólum

 • Ungir frumkvöðlar

  Spennandi verkefni og keppni fyrir frumkvöðla í framhaldsskólum.

 • Verksmiðjan

  Nýsköpunarkeppni ungs fólks 13 - 16 ára, þar sem hugmyndir verða að veruleika.

 • Fab Lab

  Tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða.


Markmið okkar

Metnaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að styðja stelpur, stráka og kennara á öllum skólastigum til frumkvæðis og skapandi hugsunar.  

Við veitum nemendum leiðsögn og fræðslu í samvinnu við menntayfirvöld

um mikilvægi skapandi hugsunar, snjallra lausna (nýsköpunar) og viðskipta á öllum stigum menntunar, í gegnum fjölbreytt verkefni á mörgum skólastigum. 

Þjónusta okkar við stafrænar smiðjur eða Fab Lab smiðjur er stór þáttur í þessari þjónustu.


Eyjólfur B. Eyjólfsson
Eyjólfur B. Eyjólfsson
Verkefnastjóri