Nýsköpun og frumkvöðlamennt

Hér er það efni og þau verkefni sem henta ungu fólki sem hefur áhuga á nýsköpun og frumkvöðlamennt.

Bæði eru þarna hraðlar og samkeppnisverkefni sem haldin eru árlega - en ekki síður mikið af hagnýtu og fróðlegu efni sem hentar bæði ungu fólki og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í nýsköpun eða frumkvöðlastarfi.


 • Menntamaskína

  Nýsköpunarhraðall þar sem þróaðar eru snjallar hugmyndir og þeim komið í verk.

 • Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

  NKG er spennandi verkefni og keppni  fyrir grunnskólanemendur

 • Samsýning framhaldsskólanna

  Nýsköpun, hönnun og hugmyndir í framhaldsskólum

 • Ungir frumkvöðlar

  Spennandi verkefni og keppni fyrir frumkvöðla í framhaldsskólum.

 • Ný kennslubók framhaldsskóla

  Nýsköpun og frumkvöðlar á norðurslóðum

 • Fab Lab

  Tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða.


Markmið okkar

Metnaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að styðja stelpur, stráka og kennara á öllum skólastigum til frumkvæðis og skapandi hugsunar.  

Við veitum nemendum leiðsögn og fræðslu í samvinnu við menntayfirvöld

um mikilvægi skapandi hugsunar, snjallra lausna (nýsköpunar) og viðskipta á öllum stigum menntunar, í gegnum fjölbreytt verkefni á mörgum skólastigum. 

Þjónusta okkar við stafrænar smiðjur eða Fab Lab smiðjur er stór þáttur í þessari þjónustu.


Eyjólfur B. Eyjólfsson
Eyjólfur B. Eyjólfsson
Verkefnastjóri