Allar umsóknir og stuðningsverkefni á einum stað. Upplýsingar um styrki.
Nýsköpun og frumkvöðlamennt
Hér er það efni og þau verkefni sem henta ungu fólki sem hefur áhuga á nýsköpun og frumkvöðlamennt.
Bæði eru þarna hraðlar og samkeppnisverkefni sem haldin eru árlega - en ekki síður mikið af hagnýtu og fróðlegu efni sem hentar bæði ungu fólki og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í nýsköpun eða frumkvöðlastarfi.
Markmið okkar
Metnaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að styðja stelpur, stráka og kennara á öllum skólastigum til frumkvæðis og skapandi hugsunar.
Við veitum nemendum leiðsögn og fræðslu í samvinnu við menntayfirvöld
um mikilvægi skapandi hugsunar, snjallra lausna (nýsköpunar) og viðskipta á öllum stigum menntunar, í gegnum fjölbreytt verkefni á mörgum skólastigum.
Þjónusta okkar við stafrænar smiðjur eða Fab Lab smiðjur er stór þáttur í þessari þjónustu.
