Kennslubók fyrir framhaldsskóla í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi

Hér er komin samnorræn kennslubók fyrir framhaldsskóla um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á Norðurslóðum. Til viðbótar við kennsluefnið sjálft, eru dæmisögur ungra frumkvöðla frá löndunum fjórum sem lýsa nokkuð vel þeim fjölbreyttu áskorunum sem þessir frumkvöðlar glímdu við – og ekki síst, hvernig þeir náðu að leysa þær. 

Hér er bókin á PDF formi - smelltu á táknmynd til að skoða hana. Hægrismelltu á myndina til að hlaða henni niður á tölvuna þína. 

 Hér er bókin á flettibókarformi til að skoða á vefnum. Smelltu á táknmyndina til að skoða.

Í bókinni er farið grunnt yfir marga þá þætti sem tengjast frumkvöðlastarfsemi, allt frá því hvernig hugmyndir geta orðið til, til viðskiptaáætlunar. Mælt er með því að kennarar sem nota þessa bók, leyfi nemendum að spreyta sig á raun verkefnum, þ.e. að leyfa þeim að koma fram með eigin viðskiptahugmynd og hrinda henni í framkvæmd, að einhverju eða öllu leiti – þannig næst besti árangurinn við að kenna frumkvöðlafræði.

Efni þessara bókar er að miklu leiti byggt upp af kennsluefni sem þróað var í verkefninu „RYE Connect (Rural Youth Entrepreneurship)“. Grunnur bókarinnar hefur til hliðsjónar hið svokallaða KIE módel en það stendur fyrir og tengir saman sköpun (kreativitet), nýsköpun (innovation) og frumkvöðlastarf (entreprenørskab).

 Einnig er stór þáttur bókarinnar hin svokallaða framkvæmdaraðferð (e. effectuation) sem gengur út á það að prófa sig áfram með þeim auðlindum sem eru til staðar, að vinna með öðrum, en jafnframt að geta haft áhrif á framtíðina og skapað eigin tækifæri. Bókin er töluvert aðlöguð að íslenskum aðstæðum og þeim skilgreiningum og náms- og stuðningsefni sem notað er hér á landi.