Menntamaskína

Menntamaskína er nýsköpunarhraðall þar sem þróaðar eru snjallar hugmyndir og þeim komið í verk. Í Menntamaskínu fá nemendur í framhaldsskóla tækifæri á því að nýta hugvit sitt til að leita lausna, í þverfaglegu samstarfi við sérfræðinga og hagsmunaaðila. Við viljum efla skilning ungmenna á möguleikum nýsköpunar til að taka þátt í samfélaginu og leysa vandamál. Með því að halda samkeppni milli framhaldsskóla nemenda um lausna leit á málaflokkum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna viljum við efla samkennd, lausnamiðaða hugsun og þverfaglega- og tæknilega samvinnu ungmenna.

 

 


Þóra Óskarsdóttir
Þóra Óskarsdóttir
Forstöðumaður Fab Lab Rvík
Hafliði Ásgeirsson
Hafliði Ásgeirsson
Verkefnastjóri
Eyjólfur B. Eyjólfsson
Eyjólfur B. Eyjólfsson
Verkefnastjóri

Um MeMa

Hraðallinn var haldinn í fyrsta sinn, haustið 2018 og komust fjögur nemendateymi í úrslit með frumgerð að nýsköpunarhugmynd. Það voru Menntaskólinn við Hamrahlíð sem þróuðu klæðnað fyrir fólk í hjólastólum, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti með listaverk fyrir fyrirtæki sem nýtist sem rampur til að bæta aðgengi hjólastóla að fyrirtækinu, Verslunarskóli Íslands með Appinu Hjálpa sem tengir saman fólk sem vill hjálpast að í daglegum athöfnum. Tækniskólinn bar sigur út býtum að þessu sinni, með sessu sem fellur saman og tútnar út til að auka blóðflæði í líkamanum til að koma í veg fyrir núningssár og verki hjá þeim sem að sitja lengi. 

Við viljum efla skilning ungmenna á möguleikum nýsköpunar til að taka þátt í samfélaginu og leysa vandamál. Með því að halda samkeppni milli framhaldsskóla nemenda um lausna leit á málaflokkum heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna viljum við efla samkennd, lausnamiðaða hugsun og þverfaglega- og tæknilega samvinnu ungmenna.

Markmið verkefnisins er að nýta nýsköpun og frumgerðarsmíð til að efla tæknimenntun og þverfaglega samvinnu í námi.  Menntamaskínuteymið samanstendur af reynsluboltum í verkefnastjórnun nýsköpunarverkefna og fljótvirkri frumgerðarsmíði.  

Samstarfsaðilar Menntamaskínu eru Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Fab Lab, Fjölbrautarskólinn í Breiðholti.