Samsýning framhaldsskólanna

Margir framhaldsskólar eru að vinna gott og mikilvægt menntastarf á sviði nýsköpunar, hönnunar, tækni, lista, iðnaðar ofl. tengdum greinum. Oft er það þannig, að í lok annar, sýna nemendur afrakstur sinn í skólunum en yfirleitt nær það ekki lengra. Með Samsýningunni gefst nú skólum tækifæri á að vinna með öðrum skólum að uppsetningu sameiginlegrar sýningar

Markmið Samsýningarinnar er m.a. að gefa nemendum tækifæri á að sýna almenningi afrakstur sinn, mynda tengsl við aðra og sýna fram á mikilvægi þess að styðja við og efla menntun á svið nýsköpunar, hönnunar og verklegra greina í íslensku samfélagi.

Samsýningin var haldin í fyrsta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, í lok haustannar 2018.  Þar tóku 112 nemendur, frá 5 framhaldsskólum, þátt. 

 

Eyjólfur B. Eyjólfsson
Eyjólfur B. Eyjólfsson
Verkefnastjóri