Ungir frumkvöðlar

JA Iceland er hluti af JA worldwide en meira en 10 milljón nemendur í yfir 100 löndum, taka þátt í verkefnum á þeirra vegum ár hvert. Markmiðið með verkefninu er að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar. Það er gert með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frumkvöðla- og viðskiptamennt í skólum.

Undir merkjum Ungra frumkvöðla, hefur „Fyrirtækjasmiðjan“ verið rekin, en það er 13 - 14 vikna námskeið fyrir framhaldsskólanema sem miðar að því að efla skilning þeirra á fjölbreyttum fyrirtækjarekstri. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda sem meðal annars felst í því að stofna, reka og loka fyrirtæki sem byggir á eigin nýsköpunarhugmynd/viðskiptahugmynd.  4-6 manna fyrirtæki eru stofnuð í bekkjunum, - og svo gengur áfanginn einfaldlega út á að kenna/aðstoð þau við allt ferlið, frá hugmynd til fullbúinnar viðskiptaáætlunar. 

Nemendur stofna, sem sagt, saman fyrirtæki, koma með hugmynd af vöru/þjónustu, hrinda henni í framkvæmd, gera  og markaðsrannsókn, viðskiptaáætlun og sýna og selja svo vöruna á Vörumessu í Smáralind.

Veitt eru verðlaun í nokkrum flokkum, þar á meðal Fyrirtæki ársins (1. 2. og 3. sætið), markaðs- og sölumál, nýsköpun, sjálfbærni, fjármálalausn, matvælaframleiðslu, sjávartengda nýsköpun ofl. Sigurvegarinn, þ.e. Nemendafyrirtæki ársins, mun svo taka þátt í Evrópukeppni Ungra Frumkvöðla, sem fram fer á sumrin.

        


Eyjólfur B. Eyjólfsson
Eyjólfur B. Eyjólfsson
Verkefnastjóri