Verksmiðjan

Verksmiðjan er nýsköpunarkeppni ungs fólks á aldrinum 13 til 16 ára, þar sem hugmyndir og uppfinningar verða að veruleika.

Verksmiðjan hvetur ungt fólk til að taka eftir hugmyndum sínum og umhverfi og finna lausnir á ýmsum vandamálum, stórum sem smáum.

Þátttakendum er fylgt eftir og þeir myndaðir af framleiðsluteymi RÚV. Fimm sjónvarpsþættir um Verksmiðjuna, iðngreinar og nýsköpun verða sýndir á RÚV í vor.

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson og leikkonan Berglind Alda Ástþórsdóttir verða andlit sjónvarpsþáttanna. Daði Freyr tekur einnig þátt í Verksmiðjunni og mun þróa hljóðfæri í samstarfi við Fab Lab.

Fylgst verður með ferlinu á ungruv/verksmidjan.is og einnig í sjónvarpsþáttunum. 

 

 

Aðstandendur Verksmiðjunnar

Samtök Iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Fab Lab á Íslandi, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, Menntamálaráðuneytið og RÚV.

 

 


Eyjólfur B. Eyjólfsson
Eyjólfur B. Eyjólfsson
Verkefnastjóri