Nýsköpunarmót fyrirtækja og hins opinbera

Vilt þú taka þátt í nýsköpunarmóti 3. október ?

Á nýsköpunarmóti gefst opinberum stofnunum og nýskapandi fyrirtækjum tækifæri á að hittast til að ræða hugsanlegt samstarf til að leita lausna við þeim áskorunum sem opinberar stofnanir standa frammi fyrir, með því að taka nýsköpun enn frekar inn í innkaup og rekstur opinbera geirans.   

Markmiðið með nýsköpunarmóti er að stuðla að auknu samtali milli opinberra aðila og atvinnulífs, sem báðir aðilar hafi hag af. 

Mótið er hugsað sem stuttir örfundir (Mach Making) til að styðja við alla innkaupaferla og er frábært tækifæri fyrir opinbera aðila og fyrirtæki að hittast. 

Nýsköpunarmótið er haldið á Grand Hóteli 3. október kl. 13-16 ekkert kostar að taka þátt en nauðsynlegt er að skrá sig.

Fyrirtæki skrá sérhæfingu sína og opinberir aðilar skrá þau verkefni/áskoranir sem þær standa frammi fyrir og vantar lausnir á. 
Allir aðilar sem skrá sig geta í framhaldinu óskað eftir fundum með öðrum þátttakendum á nýsköpunarmótinu.  

Leiðbeiningar fyrir opinberar stofnanir