Nýsköpunarmót

 

Í haust er stefnt að því að halda svokallað nýsköpunarmót opinberra aðila og atvinnulífsins. Þar munu nýsköpunarfyrirtæki fá tækifæri til að stofna til samstarfs um að taka þátt saman í opinberum útboðum. Í aðdraganda nýsköpunarstefnumóts gefst fyrirtækjum kostur á að skrá sig til leiks í sérstaka vefgátt og á sama hátt geta opinberir aðilar sett inn útboðstillögur. Í framhaldinu verður haldið fyrirtækjastefnumót þar sem fyrirtæki geta hitt hvert annað með það fyrir augum að standa sterkari að vígi í opinberum útboðum og eiga jafnvel með sér samstarf um að bjóða í verkefni. Opinberum aðilum og fyrritækjum gefst jafnframt kostur á tengjast og ræða mögulegt samstarf.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun kynna samstarfsverkefnið um nýsköpunarútboð nánar fyrir nýsköpunarfyrirtækjum og stofnunum, auk þess að sjá um framkvæmd þess þegar að því kemur.