Um stjörnusprota

 

Umsóknarfrestur til 20. apríl 

Stjörnusprotar – skilvirkur stuðningur við verðmæt nýsköpunarverkefni

Í Stjörnusprotum er lögð áhersla á að styðja frumkvöðla sem þurfa aðstoð við að þróa viðskiptahluta nýsköpunarferlisins. Aðstoðin getur einnig byggst á tækniþróun sem sótt er til tæknideilda Nýsköpunarmiðstöðvar. Lokaáfanginn er að koma verkefnum áfram í stuðningskeðjunni, t.d. með styrkumsókn.

Tilgangur Stjörnusprota er að auka skilvirkni þess stuðnings sem í boði er, hraða þróun framúrskarandi nýsköpunarverkefna og auka þannig verðmætasköpun í þjóðfélaginu.

 

Umsóknarfrestur tvisvar á ári, vor og haust. Fulltrúar verkefna sem hljóta stuðning skrifa undir formlegan samning og unnið verður eftir snarpri verkáætlun sem keppir að því að búa frumkvöðulinn undir næsta stig í stuðningskeðjunni – styrkumsókn hjá Rannís eða sambærilegt.

 

Sérfræðingar Nýsköpunarmiðstöðvar munu í nánu samstarfi við frumkvöðulinn vinna að flestum þeim þáttum sem snúa að viðskiptaþróun:

  • Þróun viðskipta- og vöruhugmynda
  • Gerð viðskiptalíkans
  • Tækniráðgjöf
  • Leit að samstarfsaðilum
  • Markaðs og ímyndarmál 
  • Stofnun og rekstur fyrirtækis
  • Hugverkavernd
  • Styrkumsóknir og fjármögnun

 

Opið er fyrir umsóknir allt árið, en stuðningur verður veittur tvisvar á ári, fyrst í apríl til verkefna sem ná fram í september og svo í október til verkefna sem ná fram í febrúar. Umsóknareyðublaðið er einfalt og fljótlegt að sækja um.

Inntökuskilyrði verða með svipuðum áherslum og Sprotaverkefni Rannís, þ.e. nýnæmi 50%, áhrif 25% og framkvæmd 25%. Verkefnaspretturinn er 3-5 mánuðir og munu öll verkefni í hverjum spretti klárast áður en næsta spretti er hleypt af stokkunum. Stefnt er að því að styðja fjögur verkefni í hverjum spretti eða um átta verkefni á ári. Í upphafi er litið til nýsköpunarverkefna almennt, en mögulegt er að byggja á ákveðnum áhersluatriðum við úthlutun, sem gætu t.d. verið hraðvöxtur, ungir frumkvöðlar, skapandi greinar, umhverfismál og samfélagsleg nýsköpun. Hvert verkefni er klæðskerasaumað eftir þörfum frumkvöðulsins en öllum lýkur á áfanga sem auðveldar frumkvöðlinum að nýta sér frekari stuðning sem þegar er í boði í stuðningsumhverfi nýsköpunar.


Hannes Ottósson
Hannes Ottósson
Verkefnastjóri
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir
Verkefnastjóri