ExploGuard

Sprengisuða þróuð sérstaklega með tilliti til krefjandi aðstæðna í íslenskum jarðhitaiðnaði.
Verkefnistengiliðir
Aðalsteinn Arnbjörnsson

English English

Verkefnið ExploGuard er samvinnuverkefni Evrópskra rannsóknarstofnana, háskóla og fyrirtækja undir M-ERA netinu. (M-ERA.NET Transnational Call 2013 Novel explosive welded corrosion resistant clad materials for geothermal plants). Með verkefninu er unnið að því að leysa tæringarvandamál í orkuiðnaðinum með nýjum aðferðum þar sem sprengisuða er þróuð sérstaklega með tilliti til krefjandi aðstæðna í íslenskum jarðhitaiðnaði. Verkefnið er mikilvægt skref í að gera framtíðar orkunýtingu mögulega í umhverfi þar sem áraun er mikil á efni og búnað. Verkefnið er unnið í samvinnu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, HS orku, Landsvirkjunar og Háskóla Íslands, auk öflugra erlendra tæknistofnana og fyrirtækja; Tækniháskólans í Varsjá, Explomet í Póllandi og IMR í Slovakíu. Hefðbundið stál er sprengisoðið og klætt með tæringarþolnum efnum. Sprengisuða ólíkra efna krefst ítarlegra rannsókna og prófana, sem fara fram á rannsóknarstofum allra samstarfsaðila auk prófana við raunaðstæður í íslensku jarðhitaumhverfi.

Timalengd verkefnis: 2014 - 2018

http://era-exploguard.eu/en/

Hluti í verkefninu

  • Selection of the clad systems for geothermal application.
  • Analysis of the corrosion mechanism for the explosive welded clad systems.

Samstarfsaðilar

  • University Research Centre –  Warsaw University of Technology (PL)
  • EXPLOMET High-Energy Techniques Works (PL)
  • IMR SAS Institute of Materials Research of Slovak Academy of Sciences (SK)

Þakkir

Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði Íslands, Poland’s National Centre for Research and Development og The Slovak Academy of Sciences.

Taeknithrounarsjodur Logo   National Centre for Research and Development Poland   Slovak Academy of Sciences

Verkefnið var stýrt samkvæmt rammaáætluninni M-Era.Net, Call 2013.

www.m-era.net

M-ERA-NET