Geo-Coat

Aukinn líftími og sjálfbærni jarðvarmavirkjanna.
Verkefnistengiliðir
Dagur Ingi Ólafsson

English English

Markmið verkefnisins er að þróa nýjar húðanir fyrir jarðvarmakerfi til þess að auka líftíma og áreiðanleika þeirra. Ýmsar húðunaraðferðir verða nýttar til þess að auka frammistöðu svarts stáls og annarra sterkari málmblandna.

Mismunandi hágæða húðanir verða þróaðar og hannaðar til þess að standast ákveðna umhverfisþætti innan jarðvarmakerfisins, sem eru til staðar í veikustu punktum þess. Líftími og áreiðanleiki jarðvarmavirkjana verður þannig aukinn á hagkvæman hátt með því að húða veikustu hluta kerfisins með sérhæfðum húðunum.

Timalengd verkefnis: 2018 - 2021

Hluti í verkefninu

 • Smíði Bilunarhátta- og Áhrifagreininga (e. Failure Modes and Effects Analysis) fyrir jarðvarmavirkjanir á heimsvísu.
 • Þróun á ýmsum mismunandi húðunum eins og á háóreiðublendingum (e. High Entropy Alloys), málmkeramikum (e. Cermets) og málmsamsetningum (e. Metal Matrix Composite); bestaðar fyrir mismunandi krítíska punkta í jarðvarmaverum.
 • Hönnun á jarðvarmaflæðistryggjandi hermi (e. geothermal flow assurance simulator) auk ákvarðanastuðningskerfi fyrir jarðvarmavirkjanir til kostnaðarminnkunar.
 • Í lok verkefnis verða íhlutir 10 megavatta túrbínu húðaðir og prófaðir í fjögur ár.

Samstarfsaðilar

Bretland

 • TWI
 • The Weir Group
 • Technovation Solutions

Ísland

 • Orka Náttúrunnar
 • Háskóli Íslands
 • Gerosion

Rúmenía

 • Politehnica University of Bucharest
 • TEHNOID
 • METAV

Noregur

 • Flowphys AS

Þakkir

Verkefnið er styrkt af H2020 rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins, samkvæmt verkefnissamningi nr. 764086-2.

 Horizon 2020 Logo