Ljósskautunargreining

Verkefnistengiliðir

English English

Tilgangur verkefnisins er að þróa byltingarkenndar leiðir til að mæla skautunarástand ljóss. Hönnuð verður ljósgreiða þar sem hver lína ljósgreiðunnar samanstendur af fylki örloftneta, hvert um sig talsvert minna en bylgjulengd þess ljóss sem greint er. Uppröðun örloftnetanna er háttað þannig að dreifingu ljóssins frá ljósgreiðunni megi nota til að mæla skautunarástand þess. Við munum leitast við að skilja að fullu ljósdreifingareiginleika slíkra fylkja af örloftnetum. Auk þess munum við hanna og smíða frumgerðir tækjabúnaðar sem mæla skautunarástand ljósgeisla eða ljóss sem bundið er í ljósleiðara. Ólíkt því sem almennt þekkist mun tækið aðeins nýta lítinn hluta ljóssins í sjálfa skautunargreininguna en hleypa mestum hluta þess ótrufluðum í gegn. Verkefnið tengir saman grunnrannsóknir í rafsegulfræði og hagnýtingu í ljóstækni.

Timalengd verkefnis: 2015 - 2018

Hluti í verkefninu

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er verkefnisstjóri í þessu verkefni auk þess sem tilraunaaðstaða hefur verið sett á laggirnar hjá NMÍ og ber Nýsköpunarmiðstöð Íslands ábyrgð á tæknilegri framkvæmd verkefnisins.

Samstarfsaðilar

  • Harvard School of Engineering and Applied Sciences (US)

Þakkir

Verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði og US Air Force Office of Scientific Research.

Rannsóknasjóður logo