Microdry

Verkefnistengiliðir
Páll Árnason

English English

Reynsla tryggingarfélaga er að við meiriháttar vatnstjón í húsum þá er er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn við að útvega annað húsnæði fyrir viðkomandi á meðan þurrkun stendur yfir. Það er því mjög verðmætt að geta flýtt þurrkuninni. Þessu verkefni er ætlað að þróa örbylgjutækni sem minnkar þurrkunartíma bygginga sem hafa orðið fyrir vatnstjóni úr lögnum eða flóði. Microdry þurrkunartæki er ætlað að þurrka svæði á einungis 10% af þeim tíma sem það tekur með hefðbundinni tækni. Tækið greinir rakastig byggingarefnisins af örbylgjum sem endurkastast af gólfi, lofti og veggjum og færir þurrkunarálagið til með hliðsjón af því til að ná hámarks virkni. Tækið lætur svo vita þegar þurrkun er lokið, slökkt á örbylgjugjafanum og óhætt er að fara inn í rýmið.

Timalengd verkefnis: 2010 - 2012

Hluti í verkefninu

  • Þróa rakagreiningu með örbylgjum.
  • Prófa Microdry kerfið á blautum veggjum.
  • Meta áhrif þurrkunarinnar á einstök byggingarefni.

Samstarfsaðilar

  • Erzia Technologies SL (ES)
  • Orban Microwave Products NV (BE)
  • Spectrum Franchising Ltd. (UK)
  • Uvasol Ltd. (UK)
  • The UK Materials Technology Research Institute Ltd. (UK)
  • Fraunhofer-Society e.V. (DE)
  • Intelscan Orbylgjutaekni ehf. (IS)

Birtingar

Úrdrátt úr lokaskýrslu verkefnisins má finna á:

https://cordis.europa.eu/result/rcn/58253_en.html

Þakkir

Þetta verkefni er styrkt af sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og þróun.

European Union Flag Logo   Seventh framework programme logo