Allar umsóknir og stuðningsverkefni á einum stað. Upplýsingar um styrki.
OptiCast

Margar vörur úr steypujárni þurfa að vera slitsterkar, algengustu leiðir til að ná því fram eru kostnaðarsamar og krefjast mikillar notkunar þungmálma. Efnið er þá erfitt í eftirvinnslu og illa endurvinnanlegt. Í þessu verkefni er þróuð aðferð til að steypa í einu lagi með hagkvæmum, öruggum og umhverfisvænum hætti endurvinnanlegar vörur með slitsterkt yfirborð á slitflötum. Með þessari alferð er öllum helstu kostum steypts seigjárns haldið en eiginleikum slitsterkustu stáltegunda náð í þeim yfirborðum þar sem þess er þörf.
Timalengd verkefnis: 2011 - 2013
Hluti í verkefninu
- Tæknileg verkefnisstjórn.
- Efnisfræði – efnisval.
- Prófanir og mat á eiginleikum.
Samstarfsaðilar
- Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf. (IS)
- Simtech Systems Inc. (FI)
- E. E. Ingleton Engineering Ltd. (UK)
- Fura ehf. (IS)
- The UK Health & Environment Research Institute Ltd. (UK)
Birtingar
Sjá vefsíðu verkefnisins:
http://www.opticast.is/index.php/reports/
Úrdrátt úr lokaskýrslu verkefnisins má finna á:
https://cordis.europa.eu/result/rcn/140785_en.html
Þakkir
Þetta verkefni er styrkt af sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og þróun.