Bökk-belti fyrirtæki ársins í keppninni Ungir frumkvöðlar

Bökk-belti valið fyrirtæki ársins í Ungum frumkvöðlum 2018
Bökk-belti valið fyrirtæki ársins í Ungum frumkvöðlum 2018

Fyrirtækið Bökk belti, var valið fyrirtæki ársins 2018 í samkeppni Ungra frumkvöðla

Fyrirtækið Bökk belti, sem er í eigu nemenda við Verslunarskóla Íslands, var valið fyrirtæki ársins 2018 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Mun Bökk belti keppa fyrir hönd Ísland, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla, sem fram fer í Belgrad í Serbíu, dagana 16. – 19. júlí 2018.

BÖKK belti hannar, framleiðir og selur nýtískuleg og framandi belti. Sylgjan á beltinu er svipuð þeirri og á flugvelbeltum en ólin er gerð úr samskonar efni og notað er í hefðbundin sætisbelti í bíla.

 20 fyrirtæki voru valin úr hópi 120 fyrirtækja, til að taka þátt í lokahófi og úrslitum Ungra frumkvöðla 2018. 

Eftirfarandi hlutu verðlaun:

Fallegasti sýningarbásinn: Iðunn, Verzlunarskóli Íslands

Bestu markaðs- og sölumálin: Ligno, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Besti sjó-bisnessinn: U L T H U L E, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. -      

 Mesta nýsköpunin: ENVÍ, Verzlunarskóli Íslands. 

Söluhæsta varan: VON krúsir, Verzlunarskóli Íslands.

Besta viðskiptaáætlunin: Spiceland, Verslunarskóli Íslands.

Viðurkenning fyrir áherslu á sjálfbærni: Karpo, Menntaskólinn við Sund.        

Besta fjármálalausnin: Basar, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ.

Besta matvælafyrirtækið: Mirikal, Kvennaskólinn i Reykjavík

Fyrirtæki ársins - 3. sæti: HAMINGJU-molar, Verzlunarskóli Íslands

Fyrirtæki ársins - 2. sæti: Stjörnuhiminn, Verzlunarskóli Íslands

Fyrirtæki ársins 2018: Bökk belti, Verzlunarskóli Íslands.

-      

Snjallræði - samfélagshraðall

Snjallræði - samfélagshraðall

Blásið var með formlegum hætti til Snjallræðis föstudaginn 27. apríl við hátíðlega athöfn í Höfða og opnað fyrir umsóknir í fyrsta viðskiptahraðalinn hér á landi þar sem megináherslan er á verkefni í þágu samfélagsins.
Íslenskt fyrirtæki fær sprotaverðlaun á Ítalíu

Íslenskt fyrirtæki fær sprotaverðlaun á Ítalíu

Sprotafyrirtækið Hallas hlaut Hallas Prowinter Start-up verðlaunin á sýningunni Prowinter 2018 í Suður-Tyrol á Ítalíu þar sem verið er að kynna allan búnað fyrir vetraríþróttir sem og björgunarbúnað.