Íslenskt fyrirtæki fær sprotaverðlaun á Ítalíu

  • Hallas sjúkrabörur á ProWinter sýningunni í Suður-Tyrol á Ítalíu
  • Hallas - sjúkrabörur gera björgun léttari

 

Sprotafyrirtækið Hallas hlaut Hallas Prowinter Start-up verðlaunin á sýningunni Prowinter 2018 í Suður-Tyrol á Ítalíu þar sem verið er að kynna allan búnað fyrir vetraríþróttir sem og björgunarbúnað.  

„Þetta er alveg einstök tilfinning að vera stödd hér á Ítalíu og fá verðlaun fyrir vöruna sem ég er búin að hanna frá grunni. Ég bjóst engan veginn við þessu og er alveg í skýjunum yfir þessu“, segir Halla Eysteinsdóttir, eigandi Hallas. Halla sem er hjúkrunarfræðingur að mennt hefur verið mikið í fjallamennsku og björgunarsveitum og eftir að hún og aðrir voru við björgun og lentu í ýmsum vandræðum með sjúkrabörur ákvað hún að hanna sjúkrabörur sem myndu vera „ein með öllu“ sjúkrabörur.

 Hallas sjúkrabörurnar eru sérhannaðar samanbrjótanlegar sjúkrabörur sem eru einungis 4,9 kg og hægt að bera á bakinu og því komast hratt og örugglega til þess slasaða. Þær eru sérstaklega hannaðar fyrir erfiðar aðstæður t.a.m. á fjöllum. Þær eru gerðar úr vatnsheldum segldúk, með stífri plötu í botni, vatnsheldri yfirbreiðslu og hentugum handföngum til flutnings. Þegar hinn slasaði er kominn að sjúkraflutningafarartæki hvort sem er sjúkrabíll eða þyrla þá passa Hallas börurnar fullkomlega á mismunandi flutningstæki þeirra.

 

Halla Eysteinsdóttir er að vonum ánægð með þessa viðurkenningu sem hún hefur fengið á alþjóðlegum vettvangi. „Nú þarf ég bara að finna góðan og vandaðan framleiðanda að vörunni svo að hún geti orðið ódýrari í framleiðslu og því hægt að senda hana um allan heim en nú þegar hafa fjölmargir hér á sýningunni sýnt Hallas sjúkrabörunum áhuga sem þýðir að þær eiga að geta gert björgun léttari hvar sem er í heiminum.“

 

Allar nánari upplýsingar má finna á www.hallas.is eða hafa samband við Höllu Eysteinsdóttir info@hallas.is eða í síma 7724646. 

Fulltrúar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Vinnumálastofnunar

Frumkvæði - nýtt úrræði fyrir fólk í atvinnuleit

Samkomulag hefur verið undirritað á milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Vinnumálastofnunar um nýtt úrræði sem nefnist Frumkvæði
Ráðherra, dómnefnd, fulltrúar aðstandenda og verðlaunahafar í Garðyrkjuskólanum í Ölfusi.

Lón á svörtum sandi fékk fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um varmaorku

Hugmyndin „Black Beach Lagoon“ (Lón á svörtum sandi) eftir Martein Möller og Reynar Ottósson, fékk fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Það voru Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stóðu að hugmyndasamkeppninni.