Frumkvæði - nýtt úrræði fyrir fólk í atvinnuleit

Fulltrúar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Vinnumálastofnunar
Fulltrúar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Vinnumálastofnunar

Samkomulag hefur verið undirritað milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Vinnumálastofnunar um nýtt úrræði sem nefnist Frumkvæði.  Megintilgangur verkefnisins er að styðja fólk í atvinnuleit við að búa sér til eigin störf.  Í úrræðinu Frumkvæði eiga atvinnuleitendur kost á fræðslu og leiðsögn til að kanna möguleika og tækifæri á að búa til eigið starf.  Þátttakendur kanna þörf fyrir væntanlega þjónustu eða vörur sínar á markaði og gera viðskiptaáætlun um viðkomandi verkefni til að meta hvort verkefnið er raunhæft og hvað þurfi til svo að unnt sé að búa til starf.

 

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna hér.

 

Ráðherra, dómnefnd, fulltrúar aðstandenda og verðlaunahafar í Garðyrkjuskólanum í Ölfusi.

Lón á svörtum sandi fékk fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um varmaorku

Hugmyndin „Black Beach Lagoon“ (Lón á svörtum sandi) eftir Martein Möller og Reynar Ottósson, fékk fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Það voru Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stóðu að hugmyndasamkeppninni.
Á myndinni má sjá Þorstein Inga Sigfússon, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar og Svein Aðalsteinsson stj…

Fab Lab smiðja í Fjölbrautaskóla Suðurlands

FabLab smiðja mun til taka til starfa í Fjölbrautaskóla Suðurlands (Fsu) í haust. Nýsköpunarmiðstöð Íslands styrkir smiðjuna næstu þrjú árin með fjárframlagi og faglegu samstarfi um reksturinn.