Fab Lab smiðja í Fjölbrautaskóla Suðurlands

Á myndinni má sjá Þorstein Inga Sigfússon, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar og Svein Aðalsteinsson stj…
Á myndinni má sjá Þorstein Inga Sigfússon, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar og Svein Aðalsteinsson stjórnarformann HfSu skrifa undir samninginn. Fyrir aftan frá vinstri eru Karl Friðriksson. forstöðumaður og Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri, Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu.

Fab Lab smiðja mun til taka til starfa í Fjölbrautaskóla Suðurlands (Fsu) í haust. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Héraðsnefnd Árnesinga, auk Fjölbrautaskólans, hafa gert með sér samkomulag um uppsetningu og rekstur smiðjunnar og mun Nýsköpunarmiðstöð Íslands styrkja smiðjuna næstu þrjú árin með fjárframlagi og faglegu samstarfi um reksturinn. 

Sunnlensk fyrirtæki auk Atorku – félags atvinnurekenda á Suðurlandi leggja til meginþorra þess fjármagns sem þarf til þess að fjármagna tækjakaupin fyrir Fab Lab smiðjuna. Fab Lab smiðjur eru settar upp og starfræktar í stíl við Fab Lab aðferðarfræðina sem upprunnin er hjá MIT háskólanum í Bandaríkjunum. 

Magnús St. Magnússon hefur verið ráðinn til smiðjunnar og hefur hann veg og vanda af uppsetningu og skipulagningu á starfseminni. Smiðjan hefur það hlutverk að þjálfa sköpunargáfu einstaklinga og hjálpa þeim að hrinda hugmyndum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Með uppsetningu og rekstri Fab Lab smiðju opnast hvetjandi umhverfi til nýsköpunar, menntunar og þróunar í héraðinu en auk nemenda í FSu og grunnskólum svæðisins, munu fyrirtæki og almenningur hafa aðgang að smiðjunni.

 

Hópur snillinga úr grunnskólunum með fullorðna fólkinu.

Snjöll nýsköpun ungra grunnskólanema

Úrslit og lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2018 voru haldin í Háskólanum í Reykjavík , laugardaginn 26. maí.
Nú má tilnefna í Nordic Startup Awards

Nú má tilnefna í Nordic Startup Awards

Óskað er eftir tilnefningum til norrænu sprotaverðlaunanna og er markmiðið að finna sprota sem sköruðu fram úr á árinu.