Nú má tilnefna í Nordic Startup Awards

Á hverju ári fögnum við íslensku sprotasamfélagi með því að veita norrænu sprotaverðlaunin. Óskað er eftir tilnefningum til norrænu sprotaverðlaunanna og er markmiðið  að finna sprota sem sköruðu fram úr á árinu.  Opið er fyrir tilnefningar til 15. Júní. Hægt er að tilnefna sinn uppáhalds sprota og sprotavelunnara og það má tilnefna sjálfan sig. 
Sigurvegarar í keppninni hér heima taka þátt í norrænu keppninni í Kaupmannahöfn í október 2018 og eiga þá möguleika á að komast áfram í Global Startup Awards. 

 

Hugmyndasmiðirnir sem komust í úrslit njóta veðurblíðunnar á Akureyri

Skordýrarækt bar sigur úr býtum

Úrslit úr matvælasamkeppninni: „Gerum okkur mat úr jarðhitanum“ voru kynnt í Hofi á dögunum. Að samkeppninni stóðu Eimur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matarauður Íslands og Íslensk verðbréf. Alls bárust 20 tillögur í samkeppnina um leiðir til að nýta jarðhita við framleiðslu á matvælum og næringarefnum. Hugmyndirnar voru mjög fjölbreyttar, vel unnar og því úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina.
Íþróttafélög gera samninga við Sportabler

Íþróttafélög gera samninga við Sportabler

Sportabler er verkefni sem hlaut styrk úr Átaki til atvinnusköpunar og gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi skilvirkari og einfaldari.