Nú má tilnefna í Nordic Startup Awards
11. júní 2018
Á hverju ári fögnum við íslensku sprotasamfélagi með því að veita norrænu sprotaverðlaunin. Óskað er eftir tilnefningum til norrænu sprotaverðlaunanna og er markmiðið að finna sprota sem sköruðu fram úr á árinu. Opið er fyrir tilnefningar til 15. Júní. Hægt er að tilnefna sinn uppáhalds sprota og sprotavelunnara og það má tilnefna sjálfan sig.
Sigurvegarar í keppninni hér heima taka þátt í norrænu keppninni í Kaupmannahöfn í október 2018 og eiga þá möguleika á að komast áfram í Global Startup Awards.

