Snjöll nýsköpun ungra grunnskólanema

Hópur snillinga úr grunnskólunum með fullorðna fólkinu.
Hópur snillinga úr grunnskólunum með fullorðna fólkinu.

Úrslit og lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2018 voru haldin í Háskólanum í Reykjavík , laugardaginn 26. maí.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er keppni í nýsköpun fyrir 5. – 7. bekk grunnskólanna en keppnin var haldin í fyrsta skipti árið 1991 og er nú haldin í 28. sinn. Yfir 1200 hugmyndir, frá 38 skólum víðs vegar af landinu, bárust að þessu sinni. Dómnefnd valdi 26 hugmyndir, sem 40 nemendur standa að baki,  í vinnusmiðjuna, þ.e. úrslitakeppni NKG 2018, sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík, dagana 24. og 25. maí. Þessir nemendur komust í gegnum strangt matsferli þar sem uppfinningar þeirra voru metnar með tilliti til hagnýti, nýnæmi og markaðshæfi.

Aðal vinningshafar í NKG 2018 er eftirfarandi:

Fyrsta sæti: Guðjón Guðmundsson og Sölvi Páll Guðmundsson í Rimaskóla, með hugmynd sína flugvéladekkjaskeið, en það er vindskeið sem sett er á  flugvéladekk, svo þau fara að snúast fyrir lendingu. Viðurkenninguna fá þeir fyrir nýsköpun, raunsæi og útfærslu hugmyndar ásamt dugnaði og eljusemi í vinnustofu. Verðlaun: Acer Swift 3 SF314 14” fartölva að verðmæti 120 þús, í boði ELKO

Annað sæti: Jóakim Uni Arnaldsson í Vesturbæjarskóla, með hugmynd sína Sturtuhandklæðaskápur, en það er Lítill skápur til að geyma handklæði, síma ofl. í sturtuklefunum sjálfum. Viðurkenninguna fær hann fyrir nýsköpun, raunsæi og útfærslu hugmyndar ásamt dugnaði og eljusemi í vinnustofu. Verðlaun: Samsung A8 farsími að verðmæti 70.000 kr. í boði ELKO

Þriðja sæti: Salka Nóa Ármannsdóttir í Vesturbæjarskóla,  með hugmynd sína Hjálmalás, en það Hjólreiðahjálmur sem hægt er að nota til að læsa reiðhjólinu. Viðurkenninguna fær hún fyrir nýsköpun, raunsæi og útfærslu hugmyndar ásamt dugnaði og eljusemi í vinnustofu. Verðlaun: Samsung J5 farsími að verðmæti 35.000 kr. í boði ELKO

  

Nú má tilnefna í Nordic Startup Awards

Nú má tilnefna í Nordic Startup Awards

Óskað er eftir tilnefningum til norrænu sprotaverðlaunanna og er markmiðið að finna sprota sem sköruðu fram úr á árinu.
Hugmyndasmiðirnir sem komust í úrslit njóta veðurblíðunnar á Akureyri

Skordýrarækt bar sigur úr býtum

Úrslit úr matvælasamkeppninni: „Gerum okkur mat úr jarðhitanum“ voru kynnt í Hofi á dögunum. Að samkeppninni stóðu Eimur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matarauður Íslands og Íslensk verðbréf. Alls bárust 20 tillögur í samkeppnina um leiðir til að nýta jarðhita við framleiðslu á matvælum og næringarefnum. Hugmyndirnar voru mjög fjölbreyttar, vel unnar og því úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina.