Stafrænt gagnaþon fyrir umhverfið 12. - 19. ágúst.

Stafrænt gagnaþon fyrir umhverfið er nýsköpunarkeppni opin öllum. Tilgangur þess er að auka hagnýtingu og sýnileika opinna gagna í samræmi við Nýsköpunarstefnu fyrir Ísland.

Þátttakendum býðst að vinna úr gögnum hinna ýmsu stofnana með lausnir fyrir umhverfið að leiðarljósi. 

Ýta undir nýsköpun, aukinn sýnileiki gagna, lausnir fyrir umhverfið og efla tengslanet þátttakenda. 

Veitt verða verðlaun í eftirfarandi þremur flokkum:

 

Besta gagnaverkefnið - 750.000 kr

 

Í þessum flokki er búist við fullkláraðri lausn í þeim skilningi að skýr tenging sé við eitt eða fleiri af þeim gagnasettum sem lögð eru fram, ásamt því að kóða fyrir lausnina sé skilað inn. Skilyrði er að nota a.m.k. eitt gagnasett af þeim sem lögð eru fram í Gagnaþoninu, en vinningslíkur aukast ef fleiri en eitt gagnasett eru notuð. 

 

Skilyrði

Bein tenging við þau gagnasett sem lögð eru fram á vefsíðu gagnaþonsins

Kóða skilað

 

Teymið sem er með bestu hugmyndina í þessum flokki fær 750.000 kr.

 

 

Endurbætt lausn - 450.000 kr

Í þessum flokki er búist við drögum að endurbætingu eða einskonar viðbót á lausn sem nú þegar fyrirfinnst. Búist er við skýrri tengingu við eitt eða fleiri af þeim gagnasettum sem lögð eru fram, ásamt því að kóða fyrir lausnina sé skilað inn. Skilyrði er að nota a.m.k. eitt gagnasett af þeim sem lögð eru fram í gagnaþoninu, en vinningslíkur aukast ef fleiri en eitt gagnasett eru notuð.

 

Skilyrði

Bein tenging við þau gagnasett sem lögð eru fram

Endurbæting á lausn sem er nú þegar til

Kóða skilað

 

Teymið sem er með bestu hugmyndina í þessum flokki fær 450.000 kr.

 

Besta hugmyndin 200.000 kr

 

Í þessum flokki er skilyrði er að lausnin notist við a.m.k. eitt gagnasett eða fleiri af þeim gagnasettum sem lögð eru fram á gagnaþoninu en vinningslíkur aukast ef fleiri en eitt gagnasett eru notuð. Lausnin má byggja á lausn/hugmynd sem nú þegar er til eða er í notkun eða vera glæný. Engin krafa er um að kóða tenging sé við gögn og eru því ekki bein skilyrði eins og í öðrum flokkum gagnaþonsins.



Teymið sem er með bestu hugmyndina í þessum flokki fær 200.000 kr.

 

Almenn matsatriði dómnefndar:

  • Nýnæmi

  • Notagildi/fýsileiki

  • Umhverfi

  • Er lausnin nýstárleg / frumleg?

  • Hvað með notagildi / hagkvæmni lausnarinnar?

  • Mun lausnin gagnast umhverfinu?

  • Býr það til verðmæti til framtíðar?

  • Verður hugmyndin þróuð út fyrir Gagnaþonið?

 

Verkefnastjórar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sjá um framkvæmd á Gagnaþoninu ásamt sérfræðingi Fjármálaráðuneytisins.

Gagnaþonið fer fram dagana 12. - 19. ágúst, dómarastörf fara fram vikuna þar á eftir og úrslit gagnaþonsins verða kunngjörð  þann 26. ágúst. 

Nánari upplýsingar eru að finna hér: 

Kynningarfundur í kvöld, stafrænt gagnaþon

Kynningarfundur í kvöld, stafrænt gagnaþon

Stafrænt gagnaþon fyrir umhverfið fer fram 12. -19. ágúst Gagnaþon er nýsköpunarkeppni öllum opin Þátttakendur vinna lausnir umhverfinu til góða Verðlaun eru veitt í þremur flokkum.
Hátt í 200 manns skráðir til leiks í gagnaþoni fyrir umhverfið

Hátt í 200 manns skráðir til leiks í gagnaþoni fyrir umhverfið

Gagnaþon fyrir umhverfið hófst 12. ágúst með setningarathöfn í beinni útsendingu á facebook síðu Gagnaþonsins, og beint á Vísi.is. Guðmundur Ingi umhverfisráðherra opnaði keppnina og hvatti þátttakendur til þess að finna lausnir á umhverfisvánni. Hátt í tvöhundruð manns eru skráðir til leiks í gagnaþoninu.