Hafsjór af hugmyndum nýsköpunarkeppni fyrir frumkvöðla og fyrirtæki

Hafsjór af hugmyndum
Sjávarútvegur

Sjávarútvegsklasi Vestfjarða kallar eftir ferskum hugmyndum með Nýsköpunarkeppninni "Hafsjó af hugmyndum" fyrir frumkvöðla og fyrirtæki.
Markmið keppninnar er að:
- Hvetja starfandi fyrirtæki, frumkvöðla og nemendur til nýsköpunar.
- Skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum á Vestfjörðum.
- Auka virði og framlegð úr því hráefni sem berst í land sem og ónýttum auðlindum á Vestfjörðum.
Nánar lýsing og umsóknareyðublöð:
Hafsjór af hugmyndum nýsköpunarkeppni
Umsóknareyðublað nýsköpunarkeppni
Hafsjór af hugmyndum styrkir til lokaverkefna á háskólastigi
Markmið háskólaverkefnanna er að:
- Hvetja til nýsköpunar.
- Skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum á Vestfjörðum.
- Afla þekkingar byggðum á vísndalegum grunni um sjávarbyggðir Vestfjarða.
Hér er opið fyrir masters- og doktorsnema að vinna að verkefnum í náttúru- og tæknigreinum sem og í viðskipta- og félagsvísindum í tengslum við sjávarútveg. Það er því breytt svið fræðigreina sem geta komið að þessum verkefnum.
Nánari lýsing og umsóknareyðublöð
Hafsjór af hugmyndum háskólaverkefni
Umsóknareyðublað háskólaverkefnis
Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði sem er hluti af Sóknaráæltun og er unnið í samstarfi við Vestfjarðastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

