Stafrænt forskot - fullt á vinnustofurnar, skráning á biðlista hafin.

Takk fyrir frábærar viðtökur, fullt er á námskeiðin. Við erum að bjóða upp á biðlista, kanna þörfina og bætum við vinnustofur. 

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður upp á Stafrænt forskot, vinnustofu fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni til að efla stafræna miðla á netinu. Hulda Birna Baldursdóttir hefur séð um verkefnið ásamt Örnu Láru Jónsdóttur. 

 „Stafrænt forskot er bæði kennsluefni á netinu á forskot.nmi.is og vinnustofur sem settar voru upp víðs vegar um landið. Þetta er í raun og veru kennsla í markaðssetningu á netinu og nýtingu samfélagsmiðla auk aðstoðar við stefnumótun í markaðsmálum. Þetta hentar öllum litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja nýta samfélagsmiðla, leitarvélabestun eða stafrænar lausnir í bókunum, verslun eða þjónustu,“ segir Hulda Birna.

 

Fystu vinnustofurna voru haldnar í febrúar 2019 á nokkrum stöðum á landinu. Nú hefur það verið fært yfir á netið vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Hulda segir að eftirspurnin hafi frá upphafi verið mikil. „Fulltrúar frá um 140 fyrirtækjum og stofnunum hafa setið vinnustofurnar og við erum enn að vinna með mörgum þeirra í áframhaldandi leiðsögn. Eftir svona vinnustofur hafa fyrirtækin betri yfirsýn yfir markmið og stefnu í markaðsmálum.

Inn á vefnum forskot.nmi.is er að finna lista af ráðgjafafyrirtækjum sem sérhæfa sig svo í að sjá um stafræn mál fyrir fyrirtæki.Svo eftir vinnustofurnar vita fyrirtæki meira um samfélagsmiðla, hvar þau vilja vera, og hvað þau eru að leita að. 

 

 

Sækja um vinnustofurnar hér: 

 

Klasar - Bók um klasa er komin út

Klasar - Bók um klasa er komin út

Safn greina eftir Runólf Smára Steinþórsson prófessor við Háskóla Íslands
Nýtt Rb-blað um þök fæst án endurgjalds á vefnum

Nýtt Rb-blað um þök fæst án endurgjalds á vefnum

Rannsóknastofa byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur gefið út nýtt Rb blað um íslensk þök en blaðið ber nafnið „Þök – gerðir og eiginleikar“. Í ljósi aðstæðna og efnahagsástands er nýja Rb blaðinu afhent frítt á www.nmi.is