Klasar - Bók um klasa er komin út
Þróun klasa hér á landi hefur á margan hátt verið ánægjuleg. Við eigum frábær klasaframtök á mörgum sviðum, oftar en ekki drifin áfram af frumkvæði einstaklinga eða hópi fyrirtækja. Í samanburði við viðmiðunarlönd eru innviðir sem hvetja til klasaframtaka veikir og þá ekki síst vegna skorts á einarðri klasastefnu opinberra aðila. Heilbrigt klasaumhverfi byggist á samstarfi fyrirtækja, háskóla og stjórnvalda. Þótt ýmislegt hafi áunnist eigum við nokkuð í land til að ná viðunandi árangri.
Það er von okkar að með greinum klasabókarinnar, aukist enn frekar skilningur á klasahugtakinu og mikilvægi þess. Við þökkum Runólfi framlag hans og treystum því að hann og Háskóli Íslands haldi áfram að byggja upp þekkingu á klasaframtökum í tengslum við samkeppnishæfni.
Þessi útgáfa af greinum eftir Runólf Smára Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, er gerð honum til heiðurs og í þakklætisskyni fyrir öflugt starf á sviði klasafræða.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands og forveri hennar, Iðntæknistofnun Íslands, hafa í gegnum árin reynt að virkja háskólasamfélagið
og aðra þekkingarmiðstöðvar og stuðningsaðila til að styðja við klasaþróun hér á landi. Runólfur hefur verið öflugur samstarfsmaður í þessari viðleitni.
Klasar -Bók um Klasa er safn greina eftir Runólf Smára, og er hér fyrir neðan í flettiútgáfu.
Í ritnefnd voru þeir Hannes Ottósson og Karl Friðriksson