Nýtt Rb-blað um þök fæst án endurgjalds á vefnum
Rannsóknastofa byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur gefið út nýtt Rb blað um íslensk þök en blaðið ber nafnið „Þök – gerðir og eiginleikar“.
Í ljósi þeirra ráðstafana sem hið opinbera hefur gripið til í því skyni að bregðast við efnahagsástandinu og hækka tímabundið endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% í 100% í anda „Allir vinna“ átaksins, sem upphaflega fór af stað árið 2009, hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands ákveðið að dreifa nýja Rb blaðinu frítt á heimasíðu sinni www.nmi.is
Þar sem breytingarnar á „Allir vinna“ átakinu fela í sér að hægt er að fá endurgreiðslu vegna vinnu á verkstað, hönnunar og eftirlits er ljóst að landsmenn munu margir huga að viðhaldi sinna fasteigna á árinu og vonandi verður hið nýja Rb blað um þök bæði lærðum og leikum til fróðleiks varðandi skipulag og ákvarðanir í viðhaldsmálum á þökum á komandi sumri.
Þök - gerðir og eiginleikar
Varnir gegn rakaskemmdum
Nýsköpunarmiðstöð Íslands vill einnig minna á nýútgefið Rb blað sem nefnist „Varnir gegn rakaskemmdum“.
