Reynslubanki Íslands opnar - www.rbi.is
Sumardaginn fyrsta 23. apríl verður nýr banki formlega opnaður, Reynslubanki Íslands - RBÍ. Innlán í bankann verða sjálfboðaliðar með reynslu úr atvinnulífinu sem hættir eru störfum. Lántakendur verða stjórnendur minni og meðalstórra fyrirtækja og sprotafyrirtækja sem óska eftir leiðsögn leiðbeinanda með reynslu á rekstrarsviði fyrirtækisins.
Núverandi ástand í þjóðfélaginu er óvenjulegt og miklir erfiðleikar framundan í atvinnulífinu. Endurreisa þarf mörg fyrirtæki í erfiðleikum og finna ný tækifæri í nýsköpun. Nú þurfa allir sem geta að leggjast á árar til eflingar atvinnulífsins sem er undirstaða velferðar þjóðarinnar. Gott er að gefa greiðslufresti og leggja fram fjármagn. En það er ekki nóg. Endurskipulagning fyrirtækja og nýsköpun er ekki auðvelt verk og tímafrekt. Hægt er að stytta þennan feril og jafnvel koma í veg fyrir mistök með því að stjórnendur geti leitað til einstaklinga utan fyrirtækisins til að verða leiðbeinendur. Fyrrverandi stjórnendur hafa margir siglt lygnan sjó en einnig þurft að stýra gegnum brimskafla. Í mörgum erfiðleikum tókst þeim að snúa þessum erfiðleikum fyrirtækinu í hag. Markmiðið er að miðla stjórnendum úr þessum reynslubrunni.
Leiðbeinendurnir hafa ekki það hlutverk að vera ráðgjafar sem gera úttektir og skrifa áætlanir heldur vera fyrst og fremst í leiðbeinandi hlutverkum. Rekstrarráðgjafar hafa sitt hlutverk. Líkja má þessu samstarfi við að ökumaður bíls (stjórnandi fyrirtækis) býður leiðbeinanda í ökuferð. Ökumaðurinn kynnir leiðbeinandanum farartækið og hvert er stefnt. Leiðbeinandinn sem er vanur ökumaður gefur ökumanni ráðleggingar um stystu ökuleiðina, hvar skv, eigin reynslu beri að forðast hindranir og blindgötur sem eru margar á leiðinni. Með sameiginlegu átaki styttist leiðin og líklegra er að ökumaður nái á áfangastað. Gangi samstarfið vel mun ökumaðurinn bjóða leiðbeinandanum í áframhaldandi ökuferðir.
Í upphafi í núverandi ástandi er markiðið að þessi þjónusta leiðbeinenda og milliganga RBÍ verði ókeypis. Ætlunin er að safna lágmarksframlagi til þess að greiða laun eins starfsmanna og kostnað við skrifstofuhald. Grunn hugmyndin er að brúa reynslubil á milli kynslóða. Fái þessi hugmynd brautargengi má hugsa sér að þegar atvinnulífið eftir náð sér á strik verði greitt fyrir milligönguna og þeir leiðbeinendur sem þess óska fái á einhvern hátt umbun fyrir starf sitt. Það verður síðara tíma mál.
Verkefnið RBÍ er tilraunaverkefni sem fróðlegt verður að sjá hvaða undirtektir fær. Staðreynd er að annars vegar í atvinnulífinu eru og verða fjöldi lítilla fyrirtækja sem þurfa á leiðsögn að halda. Hins vegar er stór hópur reynslumikils fólks, sem hefur dregið sig í hlé frá atvinnurekstri (bakvarðarsveit atvinnulífsins) og er tilbúinn til þess að styðja lítil fyrirtæki í endurskipulagningu og nýsköpun. Við sem stöndum að RBÍ, og eru reiðubúin til þess að annast milligöngu milli þessara hópa.
Margrét Sigríður Jónsdóttir - maggasigga@gmail.com
Guðmundur G. Hauksson
Þráinn Þorvaldsson
