Stafrænar norrænar lausnir við COVID-19
Allt frá því að heimsbyggðin frétti af hættunni af COVID-19 hafa norræn fyrirtæki unnið sleitulaust að því að þróa nýjar og snjallar lausnir til að mæta ógninni og þeim áskorunum sem fylgja þessum óvelkomna óvini.
Krísur af þessu tagi eiga það til að hvetja til nýskapandi lausna. Aragrúi stafrænna lausna hefur litil dagsins ljós á Norðurlöndum til að mæta þeirri raun og áreynslu sem fylgir veirunni og margar þeirra hafa þegar verið teknar í notkun með góðum árangri.
Við hjá Nordic Innovation litum á það sem okkar ábyrgðarhlutverk að deila þekkingu okkar á þessum lausnum í okkar heimshluta og um heimsbyggðina alla. Með þetta í huga þá höfum við birt stafrænan gagnagrunn um allar nýjustu lausnirnar sem eru tilbúnar til notkunar frá norrænum fyrirtækjum sem hægt er að beita gegn COVID-19.
Við vonum að þetta framtak komi að góðu gagni við að deila þekkingu og sem innblástur fyrir norrænt samstarf. Með því að tengja fólk, gögn og nýsköpun, þá höfum við fulla trú á því að fólk öðlist meiri lífsgæði fyrir vikið.
Með því að smella á myndina má nálgast listann.

