Lumar þú á snjallræði fyrir samfélagið?

Á myndinni eru aðstandendur Snjallræðis og nokkrir þátttakendur frá síðasta vetri.
Á myndinni eru aðstandendur Snjallræðis og nokkrir þátttakendur frá síðasta vetri.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Snjallræði – 8 vikna viðskiptahraðal þar sem megináherslan er á verkefni í þágu samfélagsins. Afurðir Snjallræðis frá síðasta vetri voru samfélagsleg verkefni á borð við Bergið - Headspace, Samgönguspor, Miðgarð, Farsæla öldrun, Reykjavík er okkar, Heilun jarðar og Samfélagshús - sem eiga það öll sammerkt að bæta samfélagið. Snjallræði er haldið á vegum Höfða friðarseturs, Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands en að hraðlinum kemur einnig öflugt net stuðnings- og samstarfsaðila sem eru Marel, Icelandair, Landsvirkjun, Deloitte og Össur ásamt Félagsmálaráðuneytinu.

Aðgangur er öllum opinn, einstaklingum jafnt sem félagasamtökum og fyrirtækjum. Opið er fyrir umsóknir á slóðinni www.snjallraedi.is  - umsóknir og vefur eru á ensku.   

Átta verkefni verða valin til þátttöku og fá þau vinnuaðstöðu í Húsi skapandi greina við Hlemm. Á átta  vikna tímabili, í október og nóvember næstkomandi, fá aðstandendur verkefnanna aðgang að hópi framúrskarandi leiðbeinenda og stuðning við að þróa hugmyndina áfram. Verkefnin sem varða fyrir valinu hljóta öll fjárstuðning til þátttöku í hraðlinum og áframhaldandi stuðning frá leiðbeinendum eftir að hraðlinum lýkur.

MIT designX með í ár
Svafa Grönfeldt og samstarfsfélagar hennar frá MIT designX munu sjá um sprett í upphafi Snjallræðis. Á viku tímabili munu teymin í Snjallræði fá að kynnast nýjustu nálgunum á sviði samfélagslegrar nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi og öðlast tækifæri til þess að sannreyna eigin hugmyndir og kryfja þær til mergjar í krefjandi vinnustofum. Spretturinn verður styrktur af MIT Industrial Liaison Program (ILP), í gegnum samstarf Alvogen og Háskólans í Reykjavík við Snjallræði.

Megináhersla í Snjallræði verður lögð á verkefni sem koma til með að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Örum tækninýjungum fylgja miklar samfélagsbreytingar og þær munu setja mark sitt á atvinnuþróun og tækifæri til samfélagsþátttöku hér á landi til framtíðar. Það er því nauðsynlegt að á Íslandi sé til staðar vettvangur fyrir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki til þess að finna nýjum áskorunum skapandi lausnir í breyttu samfélagi. Efla þarf nýsköpun þvert á fræðasvið og leiða saman þá þekkingu sem finna má í félags- og hugvísindum, raunvísindum, á sviði upplýsingatækni, verkfræði og líftækni, svo dæmi séu tekin. Með því móti er hægt að stuðla að auknum nýjungum m.a. á sviði opinberrar þjónustu, velferðarþjónustu og í umhverfismálum. 

Sævar Kristinsson frá KPMG, Eyjólfur Eyjólfsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands , Tryggvi Thayer frá M…

Tækniframfarir nýtast menntakerfinu

Viðhorf skólafólks til nýjunga á menntasviði og hvaða þættir eru mikilvægastir fyrir framvindu náms og þekkingaruppbyggingu hér á landi eru kortlögð í könnun sem gerð var að frumkvæði Framtíðarseturs Íslands.
Umhverfisráðherra, fulltrúi verðlaunahafa og formaður dómnefndar.

Brugghúsið Segull hlaut Bláskelina

Brugg­húsið Seg­ull 67 hlaut í dag Bláskel­ina, nýja viður­kenn­ingu um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins fyr­ir framúrsk­ar­andi plast­lausa lausn. Um­hverf­is­ráðherra veitti viður­kenn­ing­una um leið og hann setti átaks­verk­efnið Plast­laus­an sept­em­ber í Ráðhúsi Reykja­vík­ur.