Tækniframfarir nýtast menntakerfinu

Sævar Kristinsson frá KPMG, Eyjólfur Eyjólfsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands , Tryggvi Thayer frá M…
Sævar Kristinsson frá KPMG, Eyjólfur Eyjólfsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands , Tryggvi Thayer frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Karl Friðriksson frá Nýsköpunarmiðstöð og jafnframt stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands ásamt mennta- og menningarmálaráðherra.

Viðhorf skólafólks til nýjunga á menntasviði og hvaða þættir eru mikilvægastir fyrir framvindu náms og þekkingaruppbyggingu hér á landi eru kortlögð í könnun sem gerð var að frumkvæði Framtíðarseturs Íslands. Könnunin var gerð meðal kennara, skólastjórnenda á grunn- og framhaldsskólastigi og sveitastjórnarfólks og unnin í samvinnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og KPMG. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fékk kynningu á niðurstöðum könnunarinnar frá forsvarsmönnum hennar: 

„Þetta er fróðleg samantekt sem staðfestir margt sem við erum þegar farin að huga að, til dæmis í samhengi við betra samspil menntakerfisins og atvinnulífsins. Menntakerfið er hreyfiafl og þegar horft er til áhrifamestu breytingaaflann að mati svarendur í þessari könnun nefna flestir gagnrýna hugsun, sköpun, verkefnamiðað nám, hugverkavernd og faglega forystu. Þessir þættir koma meðal annars inn í nýja menntastefnu til ársins 2030,“ segir mennta- og menningarmálaráðherra, „Örar breytingar kalla á símenntun og öflugt þróunar- og nýsköpunarsamstarf en þegar má finna fjölmörg dæmi um spennandi verkefni á því sviði í íslenskum skólum.“

 

Menntagreining - vefrit á flettibók

 

PDF útgáfa af Menntagreiningu - til niðurhals

Umhverfisráðherra, fulltrúi verðlaunahafa og formaður dómnefndar.

Brugghúsið Segull hlaut Bláskelina

Brugg­húsið Seg­ull 67 hlaut í dag Bláskel­ina, nýja viður­kenn­ingu um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins fyr­ir framúrsk­ar­andi plast­lausa lausn. Um­hverf­is­ráðherra veitti viður­kenn­ing­una um leið og hann setti átaks­verk­efnið Plast­laus­an sept­em­ber í Ráðhúsi Reykja­vík­ur.
Ný skýrsla um tækifæri í útflutningi í áliðnaði

Ný skýrsla um tækifæri í útflutningi í áliðnaði

Ný skýrsla um útflutningstækifæri í áliðnaði er komin út