Ný skýrsla um tækifæri í útflutningi í áliðnaði

Mikil uppbygging hefur orðið í áliðnaði á undanförnum áratugum og stóriðju vaxið fiskur um hrygg með kísilverum og álþynnuverksmiðju. Þó að fyrirtækin séu fá eru þau öflug á alþjóðavísu og nægir að benda á að Ísland er annað stærst í álframleiðslu í Evrópu á eftir Noregi. Þessi uppbygging hefur rennt stoðum undir öflugan álklasa þar sem hundruð  fyrirtækja selja vörur og þjónustu til þessara fyrirtækja.  út er komin skýrsla um útflutningstækifæri fyrirtækja sem starfa innan álklasans á Íslandi. Skýrslan er unnin af Magnúsi Júlíussyni í samstarfi við Íslandsstofu, Álklasann og Samál. 

 

Skýrslan í pdf formi: 
Álklasinn á Íslandi -  Útflutningstækifæri

 

 

Janfningjatengslaverkefni W-Power

Tengslanet fyrir kvenfrumkvöðla utan höfuðborgarsvæðisins

Frumkvöðlakonur utan höfuðborgarsvæðisins fá stuðning til að efla alþjóðlegt tengslanet sitt með því að taka þátt í tengslaverkefni W-Power.
Undirritun samningsins á milli Íslands og Kína.

Ísland og Kína í vísindasamstarf um minna kolefnisspor steinsteypu

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og og China Building Material Academy (CBMA) í Beijing hafa undirritað samning um vísindalegt samstarf um lækkun kolefnisspors byggingarefna, með aðaláherslu á steinsteypu. Viðstaddur undirritun samstarfssamningsins var forseti heimsambands sementsframleiðenda (World Cement Association), dr. Zhiping Song.