Ísland og Kína í vísindasamstarf um minna kolefnisspor steinsteypu

Undirritun samningsins á milli Íslands og Kína.
Undirritun samningsins á milli Íslands og Kína.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og og China Building Material Academy (CBMA) í Beijing hafa undirritað samning um vísindalegt samstarf um lækkun kolefnisspors byggingarefna, með aðaláherslu á steinsteypu.

Viðstaddur undirritun samstarfssamningsins var forseti heimsambands sementsframleiðenda (World Cement Association), dr. Zhiping Song.

Kínverjar hafa haft forgöngu um að lækka kolefnisspor (CO2e) sements, enda kemur meira en helmingur heimsframleiðslunnar frá Kína. Rannsóknastofa byggingariðnaðarins (Rb) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands vinnur m.a. að vísindalegri þróun aðferða til að minnka sementsnotkun í steypu og er meðal þeirra fremstu í heiminum á þessu sviði.

Þetta er mikilvægur samningur þar sem Kínverjar lækka CO2e sements og Rb vinnur að því að lækka magn af sementi í steypu. Samanlagt getur þetta tvennt lækkað kolefnisspor marktækt á heimsvísu, þar sem steinsteypa er mest framleidda efni í heiminum (og mest notaða efni í heiminum á eftir vatni). 

Samstarf þessara tveggja aðila um lækkun kolefnisspors steinsteypu getur því orðið mikilvægt skref að marktækri lækkun kolefnisspors á heimsvísu,

 

Þeir sem undirrita samninginn eru:

Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Prófessor Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður Rb við Nýsköpunarmiðstöðvar

Prófessor Yan YAO, president of China Building Material Academy

Viðstödd undirritunina var ráðherra iðnaðar, nýsköpunar og ferðamála Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Framámenn klippa á borða við opnun Algaennovation.

Smáþörungaverksmiðja Algaennovation opnuð

Algaennovation Iceland hefur opnað smáþörungaverksmiðju á Hellisheiði. Um er að ræða fyrsta verkefnið í Jarðhitagarði ON í Ölfusi, þar sem fyrirtækið nýtir rafmagn, heitt og kalt vatn og koltvísýring beint frá jarðvarmavirkjun ON á Hellisheiði. Algaennovation stundar grunnframleiðslu í frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og er varan síðan fullunnin á Hellisheiði.
Nýsköpunarþing 2019

Nýsköpunarþing mánudaginn 21. okt 2019

Nýsköpunarþing Íslands verður haldið mánudaginn 21. október kl. 15 - 17 á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift þingsins er Sjálfbærni til framtíðar. Aðalfyrirlesari verður Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. Að þinginu standa Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.