Smáþörungaverksmiðja Algaennovation opnuð

Framámenn klippa á borða við opnun Algaennovation.
Framámenn klippa á borða við opnun Algaennovation.

Algaennovation Iceland hefur opnað smáþörungaverksmiðju á Hellisheiði. Um er að ræða fyrsta verkefnið í Jarðhitagarði ON í Ölfusi, þar sem fyrirtækið nýtir rafmagn, heitt og kalt vatn og koltvísýring beint frá jarðvarmavirkjun ON á Hellisheiði.

Ohad Bashan, forstjóri Algaennovation, bauð gesti velkomna og kynnti fyrirtækið stuttlega. Þá ávarpaði ráðherra samkomuna og í kjölfarið voru stutt ávörp framkvæmdastjóra ON, bæjarstjóra Ölfuss og framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Að því loknu var klippt á borða og gestum boðið að ganga að fyrstu framleiðslueiningunum til að skoða þær í návígi og þiggja veitingar.

Verkefnið er fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem hátækni í sívöktun, gagnavinnslu og sjálfvirkri aðlögun kerfa er beitt til að ná hámarks árangri í ræktun smáþörunga, óháð tegund þörungs. Algaennovation skilgreinir sig sem hátæknifyrirtæki sem býður lausn við að breyta orku í fæðu (Energy to Food - E2F) með skilvirkari hætti en áður hefur þekkst auk þess sem starfsemin er kolefnisneikvæð, þ.e. umbreytir meiri koltvísýringi í súrefni en fylgir starfseminni. Þá er tæknin hér á landi klæðskerasniðin utan um jarðvarmaver á Íslandi og íslenskar aðstæður.

Til fróðleiks má geta þess að með tækni Algaennovation má framleiða prótein til manneldis á þúsund sinnum minna landsvæði en þyrfti ef sama magn væri framleitt með ræktun sojabauna -  sem þó þykja einna skilvirkastar út frá umhverfissjónarmiðum. 

Nýsköpunarþing 2019

Nýsköpunarþing mánudaginn 21. okt 2019

Nýsköpunarþing Íslands verður haldið mánudaginn 21. október kl. 15 - 17 á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift þingsins er Sjálfbærni til framtíðar. Aðalfyrirlesari verður Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. Að þinginu standa Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Vel heppnuðu Nýsköpunarmóti lokið

Vel heppnuðu Nýsköpunarmóti lokið

Fyrsta Nýsköpunarmót milli hins opinbera og nýsköpunarfyrirtækja, var haldið 3. október á Grand Hótel þar sem yfir 230 örfundir voru haldnir.