Nýsköpunarþing mánudaginn 21. okt 2019
01. október 2019
Nýsköpunarþing Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarsjóðs verður haldið mánudaginn 21. október kl. 15 - 17 á Grand Hótel Reykjavík.
Yfirskrift þingsins er Sjálfbærni til framtíðar.
Aðalfyrirlesari verður Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni.
Nánari upplýsingar og dagskrá verða birt innan tíðar.
Aðgangur ókeypis - en gestir þurfa að skrá sig.
Á þinginu verða Nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 afhent.

