Atvinnu- og nýsköpunardagurinn á Akureyri 15. september
12. september 2018
ANA hraðallinn er frumkvöðlasamkeppni á Norð-Austurlandi sem gefur þátttakendum tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim markvissar áætlanir. Hraðallinn hefst með Atvinnu- og nýsköpunardeginum þann 15. september þar sem öllum býðst að koma og taka þátt. Að honum loknum tekur við sex vikna hraðall þar sem þátttakendum er boðið námskeið, ráðgjöf og aðstoð, frá sérfræðingum á sviði nýsköpunar og viðskipta, við að móta hugmyndir sínar.
Þau sem standa að hraðlinum eru Tækifæri, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Háskólinn á Akureyri, EIMUR og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.