Nýsköpunarmót

Samstarfsverkefni um nýsköpunarútboð á milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Ríkiskaupa og  fjármála-og efnahagsráðuneytis, var kynnt á innkaupadegi Ríkiskaupa þann 21. mars sl. Verkefnið miðar að því að stuðla enn frekar að nýsköpun í opinberum útboðum, en með því má auka gæði í opinberum innkaupum auk þess að styðja enn betur við lítil og meðalstór sprotafyrirtæki.

Í haust verður haldið svokallað nýsköpunarmót þar sem opinberir aðilar og atvinnulífið hittist og nýsköpunarfyrirtækjum gefst tækifæri á að eiga með sér samstarf til að taka saman þátt í opinberum útboðum. Fyrirtækjum mun þá gefast kostur á að skrá inn prófíl sinn inn á vefgátt og opinberir aðilar geta sett inn útboðstillögur. Í framhaldinu verður haldið fyrirtækjastefnumót þar sem fyrirtæki geta hitt hvert annað með það fyrir augum að standa sterkari að vígi í opinberum útboðum og geta jafnvel boðið saman í verkefni. Einnig hafa opinberir aðilar og fyrirtæki tækifæri á að tengjast og ræða mögulegt samstarf. Nýsköpunarmiðstöð mun kynna verkefnið nánar fyrir nýsköpunarfyrirtækjum og stofnunum, auk þess að sjá um framkvæmd þess.

Nýsköpunarsetur á Grundartanga

Nýsköpunarsetur á Grundartanga

Nýsköpunarsetur á Grundartanga mun opna bráðlega í samstarfi við Þróunarfélagðið, Akraneskaupstað og fyrirtækin í nágrenninu.
Ró-box úr Tækniskólanum vann keppnina Ungir frumkvöðlar

Ró-box úr Tækniskólanum vann keppnina Ungir frumkvöðlar

Fyrirtækið Ró-box, úr Tækniskólanum, var valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla 2019.