Ábendingar varðandi umsóknarskrif

 

Samkeppni um styrki fer sívaxandi og því er mikilvægt skila vandaðri og fullnægjandi umsókn fyrir verkefnið þitt. Fólki sem er óvant því að skrifa umsóknir hættir til að vanmeta þann tíma sem tekur að semja almennilega umsókn.

Það dugar ekki að hafa fengið góða hugmynd, umsóknin verður jafnframt að svara spurningum styrkveitendanna: Af hverju, hvernig, hvenær, hvar og fyrir hvern? Umsóknin á þar að auki að vera skýr og stutt. Það er ekki eins einfalt og margir halda og tekur tíma.

Norræni menningarsjóðurinn hefur gefið út handbók til að auðvelda þér að semja vandaða umsókn og auka þannig líkur á því að þú hljótir styrk til þess verkefnis sem þú brennur fyrir. Hægt er að hlaða handbókinni niður með því að ýta á tengilinn hér fyrir neðan.

Markmiðið með þessu framtaki sjóðsins er að miðla ákveðinni grundvallarþekkingu sem nauðsynleg er þegar sótt er um verkefnastyrki. Það gildir óháð því hvort sótt er um styrk frá sveitarfélagi, einkasjóði af einhverju tagi, Norræna menningarsjóðnum, öðrum norrænum sjóðum eða áætlunum, einhverri af mörgum styrktaráætlunum ESB eða annars staðar að. Handbókin fjallar því ekki um það hvar sækja eigi um verkefnastyrk, heldur hvernig eigi að gera það.

Vonandi getur þetta framtak sjóðsins aukið möguleika ykkar á því að fá verkefnatyrki.

Að sækja um styrk: nokkrar almennar ráðleggingar og ábendingar