Átak til atvinnusköpunar skilar árangri

Hönnuður SEB Jewellry, Sigríður Edda Bergsteinsdóttir.
Hönnuður SEB Jewellry, Sigríður Edda Bergsteinsdóttir.

SEB jewellery er ungt og framsækið skartgripamerki sem hefur hlotið góðar viðtökur á íslenskum markaði og hafið sókn á erlenda markaði með áherslu á Þýskaland og löndin í kring.

SEB tók þátt í alþjóðlegu skartgripasýningunni Inhorgenta Munich dagana 16. – 19. febrúar 2018 en þetta er í annað skiptið sem SEB tekur þátt í sýningunni og í annað skiptið sem SEB hlýtur styrk til verkefnisins úr Átaki til atvinnusköpunar. Inhorgenta sækja ár hvert milli 20 til 30 þúsund gestir frá rúmlega 70 löndum. Sýningin er fagsýning og er tilgangur þátttöku  SEB jewellery á sýningunni sá að kynna skartgripina fyrir erlendum innkaupaaðilum með það að markmiði að koma skartgripunum í sölu og dreifingu í Evrópu.

Sýningarbás SEB heppnaðist vel, hann var staðsettur inni í miðri Design höllinni sem er ein af sex höllum sýningarinnar þar sem gestum sýningarinnar gefst kostur á að kynna sér nýja og áhugaverða skartgripahönnun. Tilgangur ferðarinnar var að fylgja eftir fyrri sýningu með það að markmiði að ná frekari fótfestu á erlendum markaði. Góður árangur náðist og eru viðræður nú hafnar við fleiri erlenda endursöluaðila.

NKG og Kóðinn taka upp formlegt samstarf

NKG og Kóðinn taka upp formlegt samstarf

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og Kóðinn 1.0 hafa tekið upp formlegt samstarf. Kóðinn 1.0 eru forritunarleikar fyrir krakka í 6. og 7. bekk en þar er tekist á við vikulegar áskoranir á micro:bit smátölvunni sem tengjast tölvum, forritum, snjallsímum og Internetinu.
Hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi

Sendu inn hugmynd - vegleg verðlaun

Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efna til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi.