NKG og Kóðinn taka upp formlegt samstarf
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og Kóðinn 1.0 hafa tekið upp formlegt samstarf. Kóðinn 1.0 eru forritunarleikar fyrir krakka í 6. og 7. bekk en þar er tekist á við vikulegar áskoranir á micro:bit smátölvunni sem tengjast tölvum, forritum, snjallsímum og Internetinu og fleiru. http://krakkaruv.is/heimar/kodinn
Samstarfið felur í sér meðal annars sameiginlegt kynningarstarf og samvinnu á sviði fræðsluefnis og námskeiða/vinnustofur fyrir kennara og nemendur. Er markmið samstarfsins að styðja við mikilvæga uppbyggingu forritunarkennslu á Íslandi og nýsköpun henni tengdri.
Með samstarfinu opnast nú möguleiki á að þeir nemendur sem taka þátt í forritunarleikum Kóðans, geta sent inn hugmynd sína, samhliða inn í NKG. Þar er ferlið það sama fyrir alla og sama umsóknareyðublað er til staðar(sjá nánar í leiðbeiningum að neðan).
Ef hugmyndir, sem tengjast Kóðanum, komast í úrslit NKG, þá munu hugmyndasmiðirnir fá aðstoð leiðbeinenda og íhluti á vinnustofunni. Sérstök verðlaun verða svo veitt „NKG – Kóðinn 1.0“
Vonast er til þess að með samstarfinu, fái enn fleiri nemendur tækifæri til að láta ljós sitt skína samhliða því að efla nýsköpunar- og forritunarkennslu í grunnskólum landsins.
Allar nánari upplýsingar veita:
Snæbjörn V. Lilliendahl, verkefnisstóri Kóðans snaebjorn.lilliendahl@ruv.is
Eyjólfur Eyjólfsson hjá NKG nkg@nkg.is

