Sendu inn hugmynd - vegleg verðlaun

Hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi
Hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi

HUGMYNDASAMKEPPNI UM NÝTINGU VARMAORKU Á SUÐURLANDI

Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efna til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi.

 

 Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Markmiðið er að nýta betur verðmætin sem eru í orkunni, auka fjölbreytni í atvinnulífi með umhverfismál að leiðarljósi og vinna að nýsköpun í orkutengdri starfsemi.

 

Um er að ræða almenna hugmyndasamkeppni og hún er öllum opin. Hugmyndir verða áfram eign þeirra sem skila inn tillögum. Ekki er gerð krafa um að hugmyndir verði framkvæmdar.

Heildarupphæð verðlauna er 3.000.000 kr. og verða fyrstu verðlaun að lágmarki 1.500.000 kr.
Tillögum skal skila með tölvupósti á netfangið samkeppni@sass.is eigi síðar en þriðjudaginn 17. apríl 2018.

Frábær ársfundur fyrir fullu húsi

Frábær ársfundur fyrir fullu húsi

Ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar fór fram að morgni 15. mars fyrir fullum sal á Hilton Reykjavík.
Eimur - hugmyndasamkeppni um jarðhita og matvæli á Norðausturlandi

Gerum okkur mat úr jarðhitanum

Eimur, í samstarfi við Íslensk verðbréf, Matarauð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, kallar eftir hugmyndum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra. Hugmyndir mega vera á hvaða stigi sem er og fela í sér allt frá framleiðslu á hráefnum til fullunninnar matvöru.