Brautargengi í Reykjavík og á Akureyri - umsóknir opnar
Brautargengi er námskeið sem er sniðið sérstaklega að þörfum kvenna sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur og kvenna sem eru þegar í atvinnurekstri og vilja auka rekstrarþekkingu sína.
Námskeið Brautargengis eru haldin tvisvar á ári í Reykjavík og að jafnaði einu sinni á ári á Akureyri. Eina önn á ári er síðan námskeið í boði í öðrum landshlutum. Það er þá kynnt sérstaklega.
Brautargengi á Akureyri hefst 6. september 2018 og verður kennt á fimmtudögum kl. 12-16
Brautargengi í Reykjavík hefst 4. september 2018 og verður kennt á þriðjudögum kl. 12-16
Meginskilyrði eru að þátttakandi hafi viðskiptahugmynd til að vinna með, sé að hefja rekstur eða sé nú þegar í rekstri og að þátttakandi skuldbindi sig til þess að vinna að gerð viðskiptaáætlunar sinnar. Eins er skilyrði fyrir þátttöku að nemendur hafi aðgang að tölvu með ritvinnsluforriti (word) og töflureikni (exel). Reiknað er með nemendur hafi með sér eigin tölvu í allar kennslustundir (eða semji um að fá lánaða tölvu hjá Nýsköpunarmiðstöð).
Fyrirlestrar, verkefnavinna og heimavinna. Þátttakendur fá einnig handleiðslu hjá starfsmönnum Impru. Brautargengi er 90 kennslustunda námskeið sem kennt er einu sinni í viku í 4 klst. í senn, samtals í 15 vikur. Námskeiðið eru haldið tvisvar á ári, á haust og vorönn og hefst það í febrúar og september ár hvert.

