Markaðshraðall í New York fyrir íslenska sprota
Íslensk sprotafyrirtæki eiga þess kost að sækja um þátttöku í markaðshraðli í tengslum við frumkvöðlasetur Nordic Innovation House í New York. Hraðallinn nefnist „Entrepreneurial Marketing Program For Nordic Creative Tech Companies“ .
Ertu sprotafyrirtæki og viltu vaxa á alþjóðavísu?
Þú getur sótt um hraðalinn í New York og fengið tækifæri á að vinna með leiðandi sérfræðingum við að móta markaðsstefnu til að laða að viðskiptavini, samstarfsaðila og fjárfesta.
Hraðallinn
- Tveggja daga upphafsfundur í Osló
- Tveggja vikna vinnustofur (boot-camp) í New York.
- Eftirfylgni í hálft ár
- Þriggja mánaða aðild með skrifborði á frumkvöðlasetri Nordic Innovation House í New York.
Hraðallinn tekur yfir átta mánaða tímabil og hefst á tveggja daga vinnu í Osló. Tveimur mánuðum síðar hittast sprotarnir í New York í tveggja vikna vinnustofu þar sem unnð verður með leiðandi sérfræðingum í vörumerkjastjórn, sölumálum og stafrænni markaðssetningu, slípun skilaboða og kynningarmálum.
Nánari upplýsingar um hraðalinn og tenging við umsókn.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 31. ágúst 2018

