Nýsköpunarmiðstöð Íslands í lykilhlutverki á Ölfusárbrú
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lék lykilhlutverk í stórverkefni sem var lagning ný slitlags á Ölfusárbrú. Slit var komið í gamla steypta gólfið á brúnni og voru það yfirleitt á bilinu 40 – 50 mm djúp hjólför þar sem mest var. Viðgerðin fólst í því að gamla steypan var fræst af gólfinu og svo var sérstök hástyrkleikasteypa steypt aftur yfir. Brúin er þröng og umferð yfir hana er 16-17 þús bílar á sólahring og því þurfti að loka brúnni á meðan á framkvæmdum stóð.
Steypan, sem er sérstök hástyrkleika steypa, er hönnuð af Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslanda í samvinnu við Vegargerðina. Það sem er sérstakt við steinsteypuna er að hún nær sama styrk eftir 12 tíma og venjuleg steypa eftir fjórar vikurvið staðlaðar aðstæður (35 Mpa þrýstiþol). Eftir fjórar vikur er steypan ca. fjórum sinni sterkari en venjuleg steinsteypa, þrýstiþol er 100 MPa (þolir 100 tonn á 10 sentímetra tening).
Alls komu um 8 mismunandi aðilar að verkinu og m.a. þurfti að taka niður handrið og gera klárt fyrir mögulegan neyðarakstur yfir brúna og því var gerð sérstök krafa um ákveðin lágmarksstyrk í nýju steypunni eftir 12 tíma frá því að hún var lögð niður. Nýsköpunarmiðstöð Íslands kom að blöndun steypunnar ásamt brúarvinnuflokki Vegagerðarinnar og fylgdist með gæðum hennar.
Umferð um brúnna var hleypt aftur á um hádegisbil föstudaginn 18. ágúst sem var 3 dögum á undan áætlun þökk sé góðri samvinnu þeirra aðila sem komu að verkinu og engri venjulegri steypu sem í gólfið fór.

