Persónuverndarstefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Ef þú skráir þig á póstlista Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þá skráum við nafn þitt, netfang og  vinnustað. Sú vinnsla byggir á samþykki þínu og þér er heimilt að afturkalla það samþykki þitt hvenær sem er og skrá þig af póstlista okkar.

Nýlega tók ný persónuverndarreglugerð (lög nr. 90/2018) gildi í Evrópu. Reglugerðin eykur öryggi persónuupplýsinga með því að gera auknar kröfur til þeirra sem meðhöndla þær.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) vill stuðla að því að auka vernd og réttindi einstaklinga sem eiga viðskipti við miðstöðina og því viljum við upplýsa þig um hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar og hvetjum þig til að skoða persónuverndarskilmála Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Persónuverndarstefnan

Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og starfar eftir lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun (nr. 75/2007).

Vegna heimildar almennings, samkvæmt nýju lögunum, á að leggja fram andmæli við vinnslu persónuupplýsinga skal tekið fram að NMÍ er óheimilt að eyða upplýsingum nema með heimild frá Þjóðskjalasafni Íslands sbr. lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014.

Með persónuverndarstefnu Nýsköpunarmiðstöðvar er leitast við að gera grein fyrir hvernig söfnun, geymslu og vinnslu persónuupplýsinga er háttað hvort sem um er að ræða starfsfólk, viðskiptavini eða annarra eins og við á hverju sinni, hvort sem NMÍ er í hlutverki ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila.

Eftirfarandi spurningum er svarað í Persónuverndarstefnu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Hvaða gögnum söfnum við og geymum?
Hvers vegna geymum við þessi gögn?
Hverjir vinna með persónuupplýsingarnar?
Hvernig geymir NMÍ gögnin?
Persónuverndarfulltrúi
Vafrakökur
SSL skilríki
Póstlisti
Fyrirvari

 

LÝSA – Rokkhátíð samtalsins á Akureyri 7. og 8. september

LÝSA – Rokkhátíð samtalsins á Akureyri 7. og 8. september

LÝSA er tveggja daga upplýsandi hátíð um samfélagsmál, haldin 7. og 8. september 2018 í Hofi á Akureyri. Starfsmenn NMÍ verða þar með erindi.
Framtíðarþróun mála á Vestfjörðum

Framtíðarþróun mála á Vestfjörðum

Vestfjarðarstofa hefur hleypt af stokkunum sviðsmyndaverkefni fyrir Vestfirði sem unnið er af Framtíðarsetri Íslands í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.