LÝSA – Rokkhátíð samtalsins á Akureyri 7. og 8. september
LÝSA er tveggja daga upplýsandi hátíð um samfélagsmál, haldin 7. og 8. september 2018 í Hofi á Akureyri. Þar munu hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar og stofnanir vera með líflegar umræður, tónlistaratriði og uppákomur. Hátíðinni er ætlað að efla rödd almennings og vera vettvangur allra þeirra sem vilja ræða málefni samfélagsins. LÝSA er vettvangur fyrir þátttöku, fræðslu og umræðu, suðupottur hugmynda þar sem alvöru fólk hlustar og ræðir saman í eigin persónu.
Anna Guðný Guðmundsdóttir og Karl Friðriksson starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verða með erindi á hátíðinni. Anna Guðný og Vigdís Rún Jónsdóttir frá Eyþingi verða með erindi sem þær nefna Af hverju ætti skapandi fyrirtæki að hafa viðskiptalíkan,erindi Karls heitir Framtíðir og nýsköpun. Markmið hátíðarinnar er að hvetja til uppbyggjandi skoðanaskipta milli almennings, félagasamtaka og stjórnmálafólks. Á LÝSU gefst tækifæri til að varpa ljósi á málefni, eiga í samtali við almenning og ráðamenn og leita eftir stuðningi við hagsmunamál. Allir geta tekið þátt í hátíðinni. Einu skilyrðin eru þau að viðburðir hafi samfélagslega tengingu, séu opnir öllum og gestum að kostnaðarlausu

